Landsspítalinn fluttur til Keflavíkur

Ég bloggaði um þetta mál í febrúar síðastliðnum, þá færslu má lesa hér. Sú færsla var reyndar skrifuð í hálfgerðum hálfkæringi, en þar sagði meðal annars:

Liggur þá ekki í augum uppi að einfaldast sé að byggja upp hið nýja "þjóðarsjúkrahús" við Keflavíkurflugvöll?  Þar er nóg landrými og líkast til ódýrara en í Reykjavík,  þar er góður flugvöllur (sem yrði þá í framtíðinni aðal flugvöllur bæði innanlands og flugs til útlands (sem býður upp á bættar tengingar, bæði fyrir Íslendinga og ferðamenn), samgöngur hafa verið bættar þangað mikið á undanförnum árum og byggingin yrði líklega í góðri sátt við heimamenn.

Læknadeild Háskóla Íslands yrði sömuleiðis flutt til Keflavíkur.

Bráðamóttaka yrði enn starfækt í Reykjavík.

Er ekki einstakt tækifæri til að vinna að þessum breytingum nú, þegar hópar Reykvíkinga vilja flugvöllinn í burtu og ekki að nýr "þjóðarspítali" verði byggður á þeim stað sem fyrirhugað er?

Svona má slá margar flugur í einu höggi og enn ein flugan sem hugsanlega félli, væri sú staðreynd að líklega yrði rafmagnslest mun áhugaverðari kostur, þegar kominn væri svona stór vinnustaður á Suðurnesin.  En ýmsir hafa verið önnum kafnir við að reikna lest í "þjóðhagslega hagkvæma" niðurstöðu annað slagið undan farin ár.

Væri það ekki snilldarlausn fyrir Reykvíkinga að losna við á einu bretti bæði flugvöll og sjúkrahús sem mæta andstöðu?  Og ef það yrði nú til þess að alvöru lest færi loksins að ganga á Íslandi, hvað væri þá hægt að fara fram á meira?

En auðvitað er það svo að flugvöllur í Reykjavík er ekki einangrað fyrirbæri, þar sem helstu breyturnar sem skipta máli séu lóðarverð eða lóðarþörf.

Hér sem víðast annarsstaðar þarf að líta á heildarmyndina.


mbl.is Ekki bara tölfræði heldur fólk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svo væri náttúrulega snilld að flytja HÍ og HR í Reykjanesbæ líka en þannig má minnka bílaumferð í 101 um 70% til viðbótar. Þetta er náttúrulega draumur miðbæjarrottunnar.

Björn (IP-tala skráð) 26.9.2012 kl. 21:53

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er ekki nóg að flytja sjúkrahúsið, það þarf þá að flytja alla stjórnsýsluna og gera Keflavík að höfuðborg Íslands.  Því þó við setjum öryggið á oddinn og allt það, þá er það svo að fólk út á landsbyggðinni notar sér að fljúga suður að morgni og útrétta það sem þarf og fundi og annað slíkt og fara síðan heim að kvöldi.  Þannig að ef flugvöllurinn verður fluttur, mun það leiða til þess að öll önnur þjónusta þarf að flytja líka. 

Það er verðið sem Reykvíkingar þurfa að greiða til að losna við flugvöllinn úr Vatnsmýrinni. Þar af leiðandi myndi stórfækka störfum í Reykjavík sem myndu flytja til Keflavíkur og þá er sjálfgefið að allir stórir draumar um byggingar í mýrinni yrðu úr sögunni.

Það væri svo sem ágætt fyrir okkur dreyfbýlistútturnar að geta farið beint til höfuðborgarinnar Kefavíkur og þaðan beint út. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.9.2012 kl. 21:59

3 Smámynd: Anna Guðný

Þarf svo sem ekki að skrifa mikið sjálf, tek bara undir hvert orð sem Ásthildur skrifar hér að framan. Hef verið að tala og skrifa um þetta síðustu mánuði. Gerði meira að segja ritgerð í um áhrif flutnings á innanlandflugi fá Reykjavíkur til Keflavíkur.

Anna Guðný , 27.9.2012 kl. 00:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband