Pólítísk rétthugsun og sjálfsritskoðun

Það er nauðsynlegt að hafa það í huga að þetta er eingöngu skoðun einstaklings, sem líklega er engin leið að dæma hvort að sé rétt eða röng. En sú skoðun Salman Rushdie að skáldsaga hans, Sðngvar Satans fengist ekki útgefin í því andrúmslofti sem ríkjandi er í dag, er ástæða til að staldra við.

Staðan í dag virðist vera sú að það eru ekki margir sem eru reiðubúnir til að standa gegn ofbeldisfullum tilraunum til ritskoðunar og takmarkana á mál og tjáningarfrelsi.

Pólítískur réttrúnaður og sjálfritskoðun virðast vera "möntrur" dagsins.  Taugaveiklun og löngun til að friða þá er beita ofbeldi og hótunum virðist ráðandi.

Ofbeldið ryður bæði réttrúnaðinum og sjálfsritskoðuninni veg.

Að sjálfsögðu er lélegar kvikmyndir engin glæpur, skop og grínmyndir eru það ekki heldur.  Rangar skoðanir eiga heldur ekki að þurfa að kalla fram ofsafengnar skoðanir.  Auðvitað á að vera jafn sjálfsagt að gera grín að trúarbrögðum og öllu öðru.  Gagnrýni á þau á að vera jafn sjálfsögð. Trúarbrögð eru hvorki utan né ofan við lífið.

Við eigum ekki að reyna að friðþægja og þóknast þeim sem kjósa að beita ofbeldi og hótunum.

Ég læt fylgja hér með brot úr tveimur kvikmyndum sem hafa skemmt mér í gegnum tíðina, bæði oft og lengi.

  

 


mbl.is Fengist ekki gefin út í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband