Sjálfstæði bæði kostar og gefur

Ég sá það á flækingi mínum um netheima þennan morgunin að sagt er í skýrslu Seðlabankans að Íslendingar gætu sparað sér á bilinu 5 til 15 milljarða með því að ganga í "Sambandið" og taka upp euro.  Það væri sparnaðurinn við að þurfa ekki að skipta gjaldeyri og því um líkt.

En það er nú svo að það er hægt að reikna sig að ýmsum niðurstöðum.  Mér þykir það t.d. ekki ólíklegt að hægt hefði verið að reikna sig að þeirri niðurstöðu að á 6. og 7.  og jafnvel áttunda áratug síðustu aldar hefði verið fjárhagslega hagkvæmt fyrir Íslendinga að sækja um að verða ríki í Bandaríkjunum og taka þannig upp dollar.  Það hefði áreiðanlega sparað stórar upphæðir. Það er líklegt að þeim Íslensku stórfyritækjum sem ræku verksmiðjur í Bandaríkjunum hefði þótt það álitlegt.   Sjálfsagt væri líka hægt að reikna út að staðan á Íslandi væri betri í dag, hefði það verið gert.  Ég leyfi mér þó að efast um að slíkt væri raunin.

Slíkar hugmyndir heyrðust stöku sinnum, en sem betur fer voru þær ekki teknar alvarlega.

Það eru hvorki ný vísindi né sannindi að oft fylgi nokkur hagræðing og/eða sparnaður að vera í stærri einingum, en þeim fylgir oft sömuleiðis óhagræði og kostnaður.

Eins er það með sjálfstæði, það getur bæði kostað og gefið í senn.

Sá sparnaður sem hér er til umræðu dugar ekki til að dekka þá upphæð sem þjóðarbúið yrði líklega af ef Íslendingar þyrftu að hlýta ákvörðunum "Sambandsins" varðandi makrílveiðar.  Er þá ótalinn annar kostnaður og framlög sem Íslendingar þyrftu að reiða fram.

En það er auðvitað ólíklegt að ákvörðun Íslendinga, hvort þeir vilji ganga inn í "Sambandið" eður ei, verði tekin á fjárhaglegum grundvelli, þó vissulega kunni það að spila inn í hjá hluta þeirra.  Þar hugsa ég að Íslendingar muni flestir taka ákvörðun sem byggi að pólítískum grunni og tilfinningu.

Á þeim grunni hygg ég að "Sambandið" færist fjær meginþorra Íslendinga með hverjum deginum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála þessu. Enn fyrr var hugmyndin að flytja íslendinga á danskar heiðar,hefðum þá lítt notið efnahagsuppgangsins á 20 öld.  Enn þá fyrr sömdum við af okkur í Gamla-Sáttmála. Hvenær höfum við Íslendingar grætt á því að sameinast stærri heild?  EES samningurinn, undanfari útrásarinnar? Það er þá kanski helst við Nató aðildina ef það varð til þess að hjálpa í landhelgisdeilum.

Þessi skýrsla Seðlabankanns lyktar því miður af áróðri fyrir aðild.

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 18.9.2012 kl. 10:44

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála þér, best er að vera bara sjálfstæð og vinna okkar eigin heimavinnu.  SKipta út vanhæfum stjórnendum s.l. 20 ár eða svo og fá inn nýtt fólk með nýja sýn og meiri menntun og sanngirni í farteskinu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.9.2012 kl. 17:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband