Ríkisstjórnin verður dæmd af verkum sínum

Ég hef verið að sjá það haft eftir einstökum ráðherrum núverandi ríkisstjórnar að þeir óttist að umræðan um "Sambandið" verði of fyrirferðarmikil í komandi kosningum. 

Það er skiljanlegur ótti.  Meðhöndlun ríkisstjórnarflokkana á málinu gefur þeim réttilega ástæðu til að hræðast þá umræðu.

Þegar ráðherrar tala um að þeir vilji að ríkisstjórnin verði dæmd af verkum sínum, verður ekki fram hjá því litið að stærsta einstaka málið sem núverandi ríkisstjórn hefur borið fram er umsóknin um aðild Íslands að Evrópusambandinu og það aðlögunarferli sem fylgdi í kjölfarið.

Það er því ekki óeðlilegt að það verði fyrirferðarmest í umræðunni þegar kjósendur fella dóm yfir ríkisstjórninni.

Næst stærsta málið sem hefur komið til kasta ríkisstjórnarinnar á kjörtímabilinu er líklega IceSave málið. 

Undir eðlilegum kringumstæðum ætti það því einnig að vera fyrirferðarmikið í umræðunni.

Sé litið til þess hvernig ríkisstjórnin hefur höndlað þessi tvö stóru mál og hvernig afstaða kjósenda er til þeirra, þarf engan að undra að kominn sé pólítískur skjálfti í stuðningsmenn riíkisstjórnarinnar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband