9.7.2012 | 21:44
Feluleikur og hálfsannleikur
Það er alltaf að koma betur og betur í ljós hvernig ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna, vinnur að sínu helsta hugðarefni, inngöngu í Evrópusambandið.
Á meðal uppáhalds vopna í þeirri baráttu virðast vera feluleikur og hálfsannleikur. Hvernig þetta mál virðist hafa verið keyrt í gegnum þingið virðist vera gott dæmi um það. Samráð allt í skötulíki og ekkert skiptir máli nema aðlögunin að "Sambandinu".
Þegar sjást teikn á lofti um að ríkisstjórnin hyggist ekki halda fast um hagsmuni Íslendinga í makríldeilunni, heldur láta undan þrýstingi "Sambandsins", til að greiða fyrir aðlögunarviðræðunum.
Einn hálfsannleikurinn, ef ekki hrein lygi, sem ríkisstjórnarflokkarnir hafa haldið á lofti er að makríldeilan tengist ekki, eða hafi nokkur áhrif á aðlögunarviðræðurnar.
Það er kominn tími til að blekkinginum linni, líklega er best að slíta aðlögunarviðræðunum eða í það minnsta setja þær á ís.
Hvorki ástandið innan "Sambandsins", eða samskipti Íslendinga og "Sambandsins" (IceSave og Makríldeilan) gefa ástæður eða réttlæta að viðræðunum sé haldið áfram.
En það blasir við að það þarf að skipta um ríkisstjórn til að svo verði. Til þess þarf kosningar, sem verða æ brýnni með hverjum deginum sem líður.
Ryður valdframsali braut | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Evrópumál, Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 22:00 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.