Síðustu forvöð að yfirgefa euroið? Skipulagt Fixit?

Það er alveg ljóst að "Norðurríkin", í það minnsta mörg þeirra, eru ekki ánægð með að taka hugsanlega  þátt í að greiða skuldir "Suðurríkjanna".  Það er varla erfitt að skilja slíka óánægju. Flest ríkin eiga nóg með sig, ef svo má að orði komast, og þó að skuldamál Finna séu í nokkuð góðu standi (alla vegna í samanburði við mörg önnur lönd), er langt í frá að efnahagslífið sé í blóma og raunar hættulegar blikur á lofti.

Það er líka vert að hafa í huga að það er ekki langt síðan Finnar gengu í gegnum hræðilega kreppu, sem hafði mikil áhrif á þjóðina.  Finnar sigldu í gegnum kreppuna með aðhaldi, niðurskurði og í raun því sem má kalla harðindum.  Það kemur því ekki á óvart að Finnum lítist ekki á að dæla fé í "Suðurríkin".

En ef til vill gera Finnar sér líka grein fyrir því að ef til vill eru að verða síðustu forvöð að yfirgefa euroið.

Með því er ég ekki að segja að ekki verði hægt að yfirgefa euroið í framtíðinni, öðru nær og ég er ekki að halda því fram að það verði ekki kostnaðarsamt fyrir Finna að yfirgefa sameiginlegu myntina.  En það gæti komið betur út að yfirgefa myntsvæðið eftir eigin áætlun, heldur en að þurfa að taka upp nýja mynt með litlum fyrirvara ef eurosvæðið splundrast.

Finnar gætu líka hugsað sem svo að betra sé að yfirgefa euroið núna, áður en frekari samþætting fjármála og skuldsetningar á sér stað, þar sem það verður æ erfiðara og flóknara að yfirgefa euroið eftir því sem samstarfið verður nánara og dýpra.

Besti tíminn gæti því verið núna.

En það er alveg ljóst að þetta er "skot fyrir bóginn" frá Finnum.  Þeir láta vita að þeim sé að verða nóg boðið og "Suðurríkin" verði að fara varlega í kröfugerð sinni.

P.S.  Það hefur verið mikið um alls kyns skammstafanir í kringum eurokreppuna. PIGS, PIIGS, Grexit o.s.frv.  Skammstöfunin fyrir brottför Finnlands af eurosvæðinu, eða "Finnish Exit" er að sjálfsögðu Fixit.


mbl.is Greiða ekki skuldir annarra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband