Gamlar lausnir og gamall skuldavandi

Það kemur líklega fáum á óvart að ríkisstjórn sósíalista í Frakklandi, sem lét verða eitt af sínum fyrstu verkum að lækka eftirlaunaaldur hluta ríkisstarfsmanna, grípi til þess ráðs að hækka skatta.

Enn færri ætti að koma það á óvart að halli sé á Frönskum fjárlögum.  Það er vissulega göfugt markmið að stefna að hallalausum fjárlögum árið 2017, en frekar týpískt að fresta því að skera niður og vonast eftir að bráðum komi betri tíð.

Staðreyndin er sú að Frönsk fjárlög hafa ekki verið hallalaus síðan 1973 eða 4, ég man ekki alveg hvort árið það var.  Í hartnær 40 ár hafa Frakkar ekki komið saman fjárlögum án halla.  Í hartnær fjörtíu ár hafa Frakkar lifað um efni fram.

Þetta er ekki lengur að slá lán og ætla að láta börnin borga, nú er slegið og barnabörnunum ætlað að borga brúsann.

Því miður eru Frakkar ekkert einsdæmi hvað þetta varðar og ekki undarlegt þó að hrikti í víða um heiminn.

 


mbl.is Skattahækkanir boðaðar í Frakklandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já þeir eru orðnir uppiskroppa, eins og aðrir, með bókhaldstrykk þannig að ekki er lengur hægt að fela áratuga halla með brellum.

Í skjóli skammtímahagsmuna hafa stjórnmálamenn stungið höfðinu í sandinn og ekki tekið á þessum vandamálum. Niðurstaðan er verulega aukin skattlagning og nokkur lönd virðast ætla að grípa til stórtækrar eignaupptöku þ.m.t. Frakkland.

Lausnin er einföld en því miður vilja menn ekki sjá hana né viðurkenna!

Björn (IP-tala skráð) 5.7.2012 kl. 21:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband