2.7.2012 | 21:59
Þjóðsöngurinn í bjór og moll
Þjóðhátíðardagur Kanada var í gær. Því er frí hér í dag (hljómar svolítið skringilega ekki satt?). Af tilefni dagsins lét Molson bjórframleiðandinn gera auglýsingu, þar sem Kanadíski þjóðsöngurinn er leikinn á hljóðfæri sem eru öll smíðuð úr bjórumbúðum.
Skemmtilega "orginal" auglýsing.
Til þess að allt sé upp á borðum, er rétt að taka fram að ég hef hér engra hagsmuna að gæta, á engin hlutabréf í Molson, né drekk þá tegund af bjór.
Hitt má líka koma fram að vinur minn og ættingi, Kyle Guðmundson, sem er nýfluttur aftur til Kanada eftir að hafa búið á Íslandi um nokkurra ára skeið, vann að auglýsingunni.
Meginflokkur: Tónlist | Aukaflokkar: Matur og drykkur, Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Þetta var sniðugt hjá þeim,nafnið minnir á íslensk mannanöfn,eða listamannsnafnið Mugison.
Helga Kristjánsdóttir, 2.7.2012 kl. 22:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.