Að tala tungum tveim: Einni heima og annari erlendis

Það er ekkert nýtt að stjórnmálamenn tali misjafnlega eftir því hvar þeir eru staddir.  Það er heldur ekkert nýtt að ráðherrar Samfylkingar og Vinstri grænna vilji halda staðreyndum hvað varðar aðlögunarferli Íslands að Evrópusambandinu leyndum.

Fyrir því sem næst ári síðan fundaði Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra með Angelu Merkel kanslara Þýskalands.

Þann 11. júlí 2011 mátti lesa eftirfarandi í frétt á vef RUV, og er ekki hægt að skilja öðruvísi en fréttastofan hafi rætt við Jóhönnu:

Eitt helsta markmiða fundarins var að kynna samningsmarkmið Íslendinga í aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Jóhanna segist hafa farið sérstaklega yfir sjávarútvegs- og landbúnaðarmálin á fundi með kanslaranum, til að sýna henni fram á sérstöðu Íslendinga. Þetta telur Jóhanna mikilvægt vegna sterkrar stöðu Þýskalands innan Evrópusambandsins.

Í janúar síðastliðnum sagði Steingrímur J. Sigfússon hinsvegar á Alþingi að engin samningsmarkmið lægju fyrir hvað varðaði sjávarútvegs og landbúnaðarmál.  Þá mátti m.a. lesa í frétt mbl.is:

Þá sagðist Steingrímur einstökum samningsköflum í viðræðunum yrði ekki lokað nema um væri að ræða ásættanlegan frágang á þeim. Hann lagði áherslu á að ekki væri búið að móta samningsafstöðu Íslands í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum.

Nú virðist Össur Skarphéðinsson hafa fullyrt að samningmarkmiðin séu tilbúin, þegar hann var staddur í Brussel, en öðru máli gegnir þegar hann er staddur í Reykjavík.

Jóhanna kynnir samningsmarkmiðin fyrir Merkel, á Alþingi segir Steingrímur að þau séu ekki tilbúin.  Í Brussel segir Össur Íslendinga tilbúna með markmið, í Reykjavík á ennþá eftir að leggja nokkra vinnu í þau.

Samningsmarkmiðin fyrir sjávarútvegsmál virðast bara vera til í útlöndum.  Nú eða þá að aðeins útlendingar mega sjá þau og lesa.

Það gæti líka verið að ráðherrar Samfylkingar og Vinstri grænna treysti sér einfaldlega ekki til að leggja samningsmarkmiðin í sjávarútvegsmálum fram fyrir Íslendinga.

Það myndi ef til vill skína í gegn, að í raun er samningsmarkmiðið aðeins eitt:  Að ganga í Evrópusambandið.

 

 


mbl.is Liggur samningsafstaðan fyrir?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Tala tungum

Sigurður Þórðarson, 28.6.2012 kl. 08:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband