... tæplega helmingur landsmanna eru því menn ....

Var fullyrt í dægurlagatexta Stuðmanna "i den". 

En í gær mátti sjá haft eftir Stefáni Jóni Hafstein, að það þætti löstur að vera ekki kona og sömuleiðis að vera Samfylkingarmaður.

En tæplega helmingur landsmanna eru þó ekki konur.  Að vera ekki kona virðist ekki há Ólafi Ragnars umstalsvert.  Þóra er óneitanlega kona, en vissulega með Samfylkingarstimpilinn á sér.  Reyndar tel ég persónulega hana tilheyra Samfylkingar/Besta flokks/Bjartrar framtíðar flokkahópnum.  Þar er erfitt að greina á milli.

En af því má dæma að stærsti hluti kjósenda telji það í lagi að vera karlmaður.  Býsna stór, en þó verulega minni hluti kjósenda telji það í lagi að vera Samfylkingarmaður.

Persónulega verð ég að taka undir með Stefáni að hálfu leyti, ég myndi aldrei kjósa Samfylkingarmann sem forseta.  Ekki heldur Samfylkingarkonu.   Ég geri ekki upp á milli kynjanna að þessu leyti.  Algjört jafnrétti hvað þetta varðar.  Samfylkingin/Besti flokkurinn/Björt framtíð flokkahópurinn er einfaldlega úti.  Hann hlýtur ekki minn stuðning.

Þess vegna er Þóra Arnórsdóttir alegerlega úti, hvað mitt atkvæði varðar.  Rétt eins og Samfylkingin/Besti flokkurinn/Björt framtíð.

En það að vera kona er hvorki plús eða mínus í mínum huga, en það er þetta með Samfylkinguna sem Stefán minntist á.

P.S.  Það er hins vegar verðugt athugunarefni, hvernig Stefán Jón þreifaði fyrir sér í fjölmiðlum áður en hann ákvað að bjóða sig fram og hverjir aðstoðuðu hann við það.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband