Hvaðan kom auðurinn?

Umræðan á Íslandi er oft býsna merkileg.  Menn tala út og suður og það virðist færast í vöxt að þeir sem viðhafa mestu gýfuryrðin og tali ljótast þyki tala best.

Á mörgum má skilja að stóriðja, orkufrekur iðnaður og virkjanir hafi því sem næst engu skilað til samfélagsins og séu og hafi verið böl fyrir Íslenskt samfélag.

Nú tala líka margir fjálglega um að sama og ekkert af arðinum af sjávarauðlindinni skili sér eða hafi skilað sér til hins almenna Íslendings.

Það hlýtur að vekja upp spurninguna hvaðan auðurinn sem Íslendingar notuðu til að byggja upp þó hið glæsilega samfélag sem er á Íslandi undanfarin 100 ár kom?

Það hljóta að vera ríkisstarfsmennirnir, hagfræðingarnir, álitsgjafarnir og stjórnmálamennirnir sem hafa skapað hann.  Er einhverjum öðrum til að dreifa?

P.S.  Það er líka merkilegt að margir af þeim sem hæst tala um "þjóðareign á auðlindinni", virtust engan áhuga hafa á að ræða tillögur Péturs Blöndal í kvótamálum.  Þar var lagt til að ráðstöfunarrétturinn væri raunverulega færður til hins almenna Íslendings, og hluti arðsins sömuleiðis. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband