Þróun húsnæðisverðs í Evrópu

Ég hef skrifað um að gjaldmiðill tryggi ekki kaupmátt eða velmegun.  Hann tryggir ekki heldur verðmæti húseigna.

Lágir vextir eru vissulega af hinu góða en þeir tryggja ekki að húsnæðiseigendur lendi ekki í hremmingum.  Reyndar má segja að verulega lágir vextir bendi til þess að hagkerfi eigi í verulegum vandræðum og við slíkar aðstæður er algengt að húsnæðisverð lækki, og skuldsettir húseigendur lendi í vandræðum og sitji jafnvel uppi með neikvæðan eignarhlut.

Slíkt hefur átt sér stað víða um Evrópu á undanförnum árum.  Þegar við bætist launalækkanir og mikið atvinnuleysi er ekki að undra þó að húseigendur séu margir hverjir í vandræðum.  Afborganir af lánum eru síhækkandi hlutfall af ráðstöfunartekjum, þó að vextirnir séu ef til vill ekki háir.

Eins og flestum ætti að vera ljóst, verður eitthvað undan að láta þegar áföll verða í efnahagslífi landa, eða mistök eiga sér stað.

Sé gjaldmiðillinn festur, verður höggið þeim mun meira hvað varðar launalækkanir, atvinnuleysi og lækkandi fasteignaverð.

Þeir sem eiga laust fé halda hins vegar sínu og geta auðveldlega flutt eignir sínar annað.  Þeir sem eru í störfum sem sleppa við launalækkanir og uppsagnir standa einnig vel.

Hér meðfylgjandi er stöplarit yfir þróun húsnæðisverðs í ýmsum Evrópulöndum (þar á meðal Íslandi) árin 2010 og 2011.

Sé smellt á myndina, og svo aftur á þá mynd, næst hún stór og góð.

Husnaedisverd 2010 2011


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Takk. Seðlabankastjóri var að gefa út ótrúlega yfirlýsingu í dag.

Ég varð hvummsa við að sja´þessa frétt frá SÍ...

 http://www.visir.is/skuldir-islenskra-heimila-laegri-en-i-danmorku-og-hollandi/article/2012120609256

Þínar tölur stemma við mína reynslu enda bjó ég í 6 ár í DK (1996-2002) og í Hollandi í 2 ár (2002-2004) og þá flutti ég heim. EKKERT er sambærilegt nema kannski verð í Hagkaup á Íslandi og Fötex í dk, en samt er ódýrara í DK.

Ég átti hús í DK og Busetaíbúð í Hollandi, ekkert jafnast á við að láta stela frá sér á Íslandi (bankana, ekki Búseta)

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 7.6.2012 kl. 19:21

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ég fylgist ekki mikið með því sem Seðlabankastjóri segir þessa dagana.  En hins vegar er það staðreynd að staða húseigenda er viða síst skárri en á Íslandi.

Fasteignaverð hefur lækkað um 50 til 60% á Írlandi frá því að hæst var 2007.  Hvernig heldur þú að staða þeirra sem kepptu stutt frá toppnum sé?  Atvinnuleysi þar er enn í tveggja stafa tölu og laun hafa víða verið lækkuð.  Sömu sögu er að segja víða frá Evrópu, þó að lækkunin hafi ekki verið svo skörp.  Sum svæði í Bandaríkjunum er svo því sem næst í rúst húsnæðislega séð, orðin að hálfgerðum draugahverfum.

Margir spá því að húnsnæðisverð í Danmörku eigi eftir að lækka mikið í viðbót.  Það setur þá sem eru skuldsettir í mikinn vanda.

G. Tómas Gunnarsson, 8.6.2012 kl. 11:36

3 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

já, kreppan er alls ekki búin.

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 8.6.2012 kl. 14:34

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Kreppan er alls ekki búin, og í Evrópusambandinu og sérstaklega eurosvæðinu er hún rétt að byrja. 

Ég held að þeir sem halda því fram að hlutirnir eigi eftir að verða miklu verri, áður en þeir fara að batna, hafi rétt fyrir sér.

G. Tómas Gunnarsson, 9.6.2012 kl. 05:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband