1.6.2012 | 03:50
Seðlabankastjóri Eurolanda: Euroið er "ósjálfbær" mynt
Það er líklega fokið í flest skjól þegar bankastjóri Seðlabanka euroríkjanna segir að uppbygging myntarinnar sé ekki sjálfbær, að hún gangi ekki upp. Það er líklega ekki hægt að fá öllu verri umsögn frá "verndara" myntarinnar.
En Mario Draghi er ekki að leggja fram nýja skoðun, þeir eru fjölmargir sem hafa haldið slíku fram undanfarna mánuðí og ár og reyndar voru margir sem vöruðu við euroinu, fyrir 20 árum eða svo, þegar sameiginlega myntin var enn á umræðustiginu.
Það að sameiginleg mynt eigi erfitt uppdráttar án efnahagslegs og pólítísks samruna eru ekki nýjar fréttir. En þegar stjórnmálamenn taka ákvarðanir, án tillits til efnahagslegs eða pólítísks raunveruleika er útkoman sú sem nú er staðan í Evrópusambandinu, óstöðugleiki og ringulreið.
Fjárflótti frá Suður Evrópu eykst, bankar eru í vandræðum og stjórnmálamennirnir virðast lítið vita hvað skuli til bragðs taka. Þeir kalla eftir aðgerðum en gera sem minnst sjálfir.
Það ætti auðvitað að vera flestum ljóst að undir þessum kringumstæðum er aðlögunarviðræður Íslendinga við "Sambandið" eins og hver önnur firra. Það sér líka merki í skoðanakönnunum að æ stærri hluta af hinum almennu Íslendingum eru að komast á þá skoðun. Þeir vilja fá að segja álit sitt að aðlögunarumsókninni í kosningum.
En það er í stjórnarráðinu sem ekkert breytist. Þar sitja forkólfar Samfylkingar og Vinstri grænna og stefna órtrauðir inn í "Sambandið", hvað sem tautar og raular.
En það koma líka kosningar þar sem hinn almenni Íslendingur fær að segja álit sitt á þeim og stjórnarháttum þeirra.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Facebook
Athugasemdir
Heimskra manna ráð eru allstaðar eins, þeir sem stjórna Íslandi eru af sama sauðahúsi og þeir sem stjórna Evrópu.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 1.6.2012 kl. 08:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.