26.5.2012 | 21:03
Aldrei kaus ég Ólaf Ragnar, en ...
Ég hef aldrei ljáð Ólafi Ragnari Grímssyni atkvæði mitt í nokkrum kosningum. Aldrei kaus ég Alþýðubandalagið og aldrei kaus ég hann sem forseta Íslands. Satt best að segja var ég að vona að ég kæmist í gegnum lífið án þess að þurfa nokkurn tíma að viðurkenna fyrir sjálfum mér eða öðrum að Ólafur Ragnar væri besti kosturinn í nokkrum kosningum.
En það er James Bond fílingur yfir þessu, never say never, aldrei að segja aldrei. Það lýtur nefnilega út fyrir að ég komi til með að gefa Ólafi Ragnari atkvæði mitt í þessum kosningum. Því fylgir skrýtin tilfinning en þannig standa þó mál nú.
Persónulega lít ég á Þóru Arnórsdóttur sem fulltrúa Samfylkingar/Besta flokksins/Bjartrar framtíðar öxulsins í Íslenskri pólítík og hef ekki í hyggju að leggja mitt atkvæði á vogarskálarnar til að auka völd og áhrif þess flokkahóps á Íslandi. Ég hef áður tjáð þó skoðun mína hér að ég muni ekki gefa yfirlýstum "Sambandssinna" atkvæði mitt, og það sömuleiðis útilokar Þóru frá atkvæði mínu.
Aðrir frambjóðendur eru eins og staðan er nú, ekki líklegir til að blanda sér af alvöru í baráttuna.
Þá stendur Ólafur eftir sem eini valkosturinn.
Vissulega má margt misjafnt segja um Ólaf og margt misjafnt hef ég sagt um hann í gegnum tíðina. Hans framganga hefur enda stærstan hlutan ekki verið að mínu skapi. En mér fannst framganga hans í kringum IceSave málið í heildina góð. Þar sýndi hann það pólítíska hugrekki að ganga gegn vilja margra sinna helstu og áköfustu stuðningsmanna. Slíkt pólítískt hugrekki er ekki algengt á Íslandi nú um stundir, en mætti gjarna vera meira. Það eru enda margir af hans upphaflegu stuðningsmönnum sem nú ganga harðast fram gegn honum fyrir að beina málinu í þjóðaratvkæði. Jafnvel þeir hinir sömu sem ákafast fögnuðu þegar hann beitti sömu aðferð í Fjölmiðlafrumvarpsmálinu. Máli sem þó var mun léttvægara og minna undir í. Þannig snúast hin pólítísku mál oft hringi um sjálfa sig.
Hefði ég verið spurður að því fyrir fáeinum árum hvort ég reikanaði með að kjósa Ólaf Ragnar í kosningum, hefði ég næsta víst svarað neitandi. Nú er staðan hins vegar sú að ég sé ekki neitt annað í stöðunni en að ljá honum atkvæði mitt. Það sem meira er, ég hvet aðra til þess að gera hið sama.
Það er ekki oft í kosningum að ég finn fullkominn valkost, slíkt er heldur ekki í boði nú, en nú sem endranær mun ég velja það sem ég tel besta kostinn.
Í komandi forsetakosningum er það að mínu mati Ólafur Ragnar Grímsson.
P.S. Ég hélt að ég ætti aldrei eftir að segja þetta eða skrifa.
Ólafur mælist með mest fylgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:34 | Facebook
Athugasemdir
Það er erfitt fyrir mig að viðurkenna það að ég er sammála þér og best að hafa ekki hátt um það og láttu það ekki fréttast!!!
Sigurður I B Guðmundsson, 26.5.2012 kl. 21:28
Ekki er það erfitt fyrir mig að viðurkenna að ég hef kosið Ólaf Ragnar áður og ég sé alls ekki eftir þeim gjörningi og það er alveg öruggt að hann fær mitt atkvæði í sumar.
Jóhann Elíasson, 26.5.2012 kl. 22:49
Þakka þér G. T. Gunnarsson, fyrir að segja öll orðin sem ég hefði þurft að segja ef þú hefðir ekki sagt þau.
Hrólfur Þ Hraundal, 26.5.2012 kl. 23:15
Sammála ykkur öllum, það væri ekki verra að einhverjir leiðtogar lýðveldis og sjálfstæðissinna tjáðu sig opinberlega á þessum nótum, en athuga ber að vanda ber til þess svo ekki verði valdið skaða með vanhugsuðum yfirlýsingum, sannleikurinn er sá að fjöregg þjóðarinnar er í húfi, og manni virðist að annaðhvort standi þeim sem vilja fórna þeim slétt á sama um þau eða vitið er ekki meira en guð gaf.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 27.5.2012 kl. 12:14
Ólafur er minn maður. En þeir sem ætla sér að kjósa Þóru bara vegna þess að hún er kona, bendi ég á annan mjög svo frambærilegan kandidat, það er Andrea Ólafsdóttir, hún lýsti því yfir í morgun að forsetinn væri til þess að veita alþingi og ríkisstjórn aðhald. Hún kemur til með að vinna á.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.5.2012 kl. 12:57
Ólafur er langöruggastur í forsetaembættið þar sem við vitum að hann er lýðræðissinnaður og vinnur alltaf fyrir land sitt og þjóð. Það hefur aldrei verið vafi fyrir mig. Þó ráðast ýmsir á hann nú og aðallega vinnumenn ICESAVE Jóhönnu og Steingríms.
Elle_, 27.5.2012 kl. 13:55
Það er þvílíkt skítkast í gangi hjá Samfylkingarfólki, og svo æpir það yfir að það sé verið að tala illa um Þóru, ég hef ekki heyrt neitt slíkt. En ég verð stundum alveg magnvana þegar ég les drulluna sem vellur út úr sumum um forseta vorn, hann er ennþá forseti og svona talsmáti er dónaskapur við þjóðina og embættið ekkert síður en manninn sjálfan.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.5.2012 kl. 15:39
Einhvernveginn finnst mér að svona skítkast virki öfugt á okkur Íslendsinga og hitti fyrir fyrst og fremst þann sem kastar skítnum.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 27.5.2012 kl. 18:22
Í mörgum tilfellum gerir það einmitt það. Sem betur fer.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.5.2012 kl. 20:32
Zem ritað úr mínu nýra, zárzaukafullt en zatt...
Steingrímur Helgason, 27.5.2012 kl. 22:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.