21.5.2012 | 03:49
Í töfrahatti "Sambandsins" er eitthvað fyrir alla
Nú reyna "Sambandssinnar" að selja Íslenskum bændum aðild að "Sambandinu" á þeim forsendum að styrkir til þeirra munu líklega aukast við aðild (sjá t.d. hér)
Neytendum á meðal annars að selja "Sambandsaðild" með því að innflutningur á landbúnaðarafurðum stóraukist og verðið verði lægra.
Það myndi þá líklega þýða að bændur fengju meira fyrir að framleiða minna, þegar styrkir til þeirra aukast en innflutningur í samkeppni við framleiðslu þeirra stóreykst.
Þegar bætt er í jöfnuna þeirri staðreynd að flestir eru sammála um að greiðslur Íslendinga til "Sambandsins" yrðu hærri en þær greiðslur sem kæmu frá "Sambandinu" er kominn örlítið skrýtin mynd.
Íslendingar í raun auka greiðslur til bænda, svo að hægt sé að flytja ódýrari landbúnaðarafurðir til landsins.
En endaverð landbúnaðarafurðanna verður ekki lægra, heldur aðeins greitt fyrir það með öðrum hætti. Jafnvel má færa rök fyrir því að það yrði hærra.
En hugsanlega yrðu til einhver stöðugildi í Brussel, því einhverjir þurfa jú að sýsla með peningana sem Íslendingar myndu senda þangað, svo að hægt yrði að auka styrki til Íslenskra bænda.
Þetta gæti hæglega verið liður í "vaxtarstefnunni" sem Hollande og fleiri leiðtogar í "Sambandinu" berjast svo hart fyrir nú um stundir.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Evrópumál, Utanríkismál/alþjóðamál, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 04:43 | Facebook
Athugasemdir
"Þegar bætt er í jöfnuna þeirri staðreynd að flestir eru sammála um að greiðslur Íslendinga til "Sambandsins" yrðu hærri en þeir greiðslur sem kæmu frá "Sambandinu" er kominn örlítið skrýtin mynd".
Myndin verður skrýtnari. Finnska og sænska leiðin sem Stefán Haukur Jóhannesson vísar til sem grundvöll fyrir íslenskri lausn byggir á því að aðildarríkið fær að borga aukastyrki ofan á styrkina sem fara inn og út via Brussel og getur það verið allt að 1,5 sinnum Brusselstyrkurinn.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 21.5.2012 kl. 04:32
Hafa menn reiknað út hvað mikið af landinu sleppur innan breiddargráðunnar sem lofar þessum möguleika á viðbót? Vestfirðir og fremsti hluti Tröllaskaga kannski? Grímsey og Kolbeinsey. Það er jú freistandi að láta allt landið og miðin af hendi fyrir slík kostaboð.
Jón Steinar Ragnarsson, 21.5.2012 kl. 10:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.