Meistarar málþófsins

Þaðð er mikið rætt um málþóf á Íslandi þessa dagana.  Eins og gjarna er með póltísk álitamál, sýnist sitt hverjum.  Ef trúa má sumum ummælum hefur annað eins málþóf aldrei átt sér stað.   Afstaðan fer fyrst og fremst eftir því hvort menn styðja stjórn eða stjórnarandstöðu.  Málþóf er eitur í beinum þeirra sem styðja ríkistjórn, en en eðlilegt neyðarvopn í herbúðum þeirra sem hugnast stjórnarandstaðan betur. 

Þetta er ekkert nýtt, ekki frekar en málþófið sjálft sem hefur verið stundað svo lengi sem elstu menn muna, líklega heldur lengur.

Þeir eru býsna margir sem hafa tekið þátt í málþófi í gegnum tíðina og býsna margir þeirra sem nú sitja á Alþingi eru reyndir málþófsmeistarar.

Nýverið birtist á vefsvæði Vísis, listi yfir þá þingmenn sem hafa haldið lengstu ræðurnar síðan rafrænar tímamælingar  voru teknar upp á Alþingi, það kemur ef til vill ekki á óvart að sjá hverjir eru þar á topp 12, en sumir þeirra eru þeir sem hvað mest hneykslast á málþófinu nú.

En hér er listinn yfir meistara málþófsins:

1. Jóhanna Sigurðardóttir, Samfylkingu, 1998. Húsnæðismál. Ræðutími 10:08:33


2. Ögmundur Jónasson, Vinstri grænum, 2006. Ríkisútvarpið hf. Ræðutími 6:01:54


3. Svanfríður Jónasdóttir, Samfylkingu, 1998. Sveitarstjórnarlög. Ræðutími 5:39:39


4. Valdimar L. Friðriksson, Samfylkingu, 2007. Ríkisútvarpið ohf. Ræðutími 5:13:01


5. Jón Bjarnason, Vinstri grænum, 2006. Rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu. Ræðutími 4:52:01


6. Hjörleifur Guttormsson, Vinstri grænum 1998. Gagnagrunnur á heilbrigðissviði. Ræðutími 4:49:07


7. Hjörleifur Guttormsson, Vinstri grænum 1995. Náttúruvernd. Ræðutími 4:47:21


8. Valdimar L. Friðriksson, Samfylkingu, 2006. Vatnalög. Ræðutími 4:44:20


9. Jóhanna Sigurðardóttir Samfylkingu, 1998. Sveitarstjórnarlög. Ræðutími 4:21:07.


10. Rannveig Guðmundsdóttir, Samfylkingu 1998. Sveitarstjórnarlög. Ræðutími 3:51:55


11. Kolbrún Halldórsdóttir, Vinstri grænum 2002. Virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsá í Fljótsdal. Ræðutími 3:48.29


12. Mörður Árnason, Samfylkingu, 2006. Vatnalög. Ræðutími 3:46:11.

P.S. Ég held að flokkarnir séu ekki alveg rétt nefndir í þessari upptalningu, hér er sagt í hvaða flokkum viðkomandi einstaklingar eru nú, en ekki í hvaða flokkum þeir tilheyrðu þegar ræðurnar voru fluttar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband