Geitur framleiða mjólk

Það er alltaf ánægjulegt að sjá þegar bændur fara nýjar (eða taka í raun upp gamlar) leiðir til að auka fjölbreytni framleiðslu sinnar og þjóna markaðnum betur. 

Geitamjólk er afbragðs afurð og fæst í verslunum hér í Kanada, þó ekki ógerilsneydd, og keyptum við geitamjólk handa Foringjanum fyrst eftir að móðurmjólkinni sleppti og kunni hann vel að meta.

En ég held að það sé víðast um veröldina sem gilda ströng höft og reglugerðir um matvælaframleiðslu og víða er það sem bændur þurfa að berjast harðri baráttu til að geta haldið áfram að framleiða vörur sem framleiddar hafa verið svo öldum skiptir, t.d. osta.

Það hefur ekki síst verið innan ESB sem reglugerðafarganið hefur verið að sliga bændur og hafa margir bændur og svokallaðir "artisan" frameiðendur lent í vandræðum í baráttu sinni við kerfið.  Það hafa verið búin til einhver göt fyrir "traditional producers" en margir smáframleiðendur hafa átt í erfiðleikum með að uppfylla strangar reglugerðir (og borga fyrir eftirlit með sjálfum sér) og hafa gefist upp.´

Líklega eru það því bæði Íslenskar reglur og "systur" þeirra ættaðar frá Evrópska efnahagssvæðinu sem koma í veg fyrir það að litlir framleiðendur eins og Jóhanna fari af stað, en það væri gaman ef einhver sem veit meira setti hér inn athugasemdir.

P.S.  Það getur vel verið að það sé rétt að segja að dýr framleiði mjólk, en einhvern veginn finnst mér það ekki hljóma vel.  Persónulega finnst mér t.d. kýr ekki framleiða mjólk, heldur kemur mjólkin úr kúnum.  Að tala um afurðaframleiðslu dýra er eitthvað svo skratti "verksmiðjulegt" að mér finnst það ekki eiga við, alla vegna ekki í þessu tilviki.


mbl.is Geitaostur framleiddur í Búðardal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband