Að styðja stækkun eða ekki styðja stækkun, það er spurningin

Það er eðlilegt að fram komi krafa um að bæjarfulltrúar í Hafnarfirði geri ljósa afstöðu sína til stækkunar álversins, allir sem einn.

Þó að það megi hrósa bæjarstjórninni fyrir að efna til atkvæðagreiðslu um stækkunina, eiga bæjarbúar engu að síður fullan rétt á því að vita afstöðu kjörinna fulltrúa sinna til málsins.

En þetta verður án efa hörkuspennandi fram að kosningum, þó að því sem næst allir sem ég þekki í Hafnarfirði séu fylgjandi stækkun, þá segja þeir jafnframt að fylkingarnar séu áþekkar að stærð.

Svo verður kosið 31. mars.  Er það ekki vel við eigandi að líklega fáum við niðurstöðurnar 1. apríl?


mbl.is Vilja fá að vita hver afstaða fulltrúa Samfylkingar er til stækkunarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er fáránleg krafa og heimskuleg, eins og vænta mátti af liðónýtum sjálfstæðisminnihlutanum í Hafnarfirði. Bæjarfulltrúar eru líka bæjarbúar og mega eiga sýna afstöðu fyrir sig eins og aðrir bæjarbúar. Menn afsala sér ekki mannréttindum við að gerast bæjarfulltrúar.

Benedikt (IP-tala skráð) 14.2.2007 kl. 07:44

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Auðvitað geta bæjarfulltrúar lýst því yfir að þeir gefi ekki upp afstöðu sína, það er sjálfsagður réttur þeirra.  En að það komi fram krafa um að þeir gefi upp afstöðu sína er á engan hátt óeðlileg.  Þetta eru jú kjörnir fulltrúar almennings í bænum.

Þó að þeir hafi ákveðið að halda atkvæðagreiðslu á meðal íbúanna þýðir það ekki að þeir séu stikkfríir.  Bæjarstjórn er meira "apparat" en svo að hún geri ekkert annað en að framkvæma atkvæðagreiðslur.

G. Tómas Gunnarsson, 14.2.2007 kl. 16:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband