3.3.2012 | 12:36
Hverjir mega tala á Íslandi?
Nú hefur Kanadískii sendiherrann á Íslandi hætt við að flytja stutt erindi á ráðstefnu um hugsanlega upptöku á Kanadadollar á Íslandi. Persónulega þykir mér það liggja í augum uppi að það er eftir mótmæli Íslenskra stjórnvalda. Ef til vill hefur þeim þótt þetta óeðlileg afskipti af innanríkismálum eins og það heitir í diplómasíunni.
Á sama tíma fer sendiherra ESB (ég sem hélt að aðeins ríki hefðu sendiráð og sendiherra) á fundaherferð um landið og talar á pólítískum fundum. Það er með velþóknum Vinstri grænna og Samfylkingarinnar, Steingríms og Jóhönnu.
Það hlýtur að vakna sú spurning, hverjir mega tala á Íslandi?
Er það eingöngu þeir erlendu sendimenn sem Íslenska vinstristjórnin hefur velþóknun á?
Erlent ríkjasamband opnar á Íslandi áróðursskrifstofu og hyggst eyða hundruðum milljóna til að afla fylgis við sig.
Öðrum sendiherra er skipað að hætta við að flytja erindi.
Ójafnt hafast ríkin/ríkjasamböndin að.
P.S. Persónulega lýst mér ekki vel á upptöku Kanadadollars, en jafn sjálfsagt að ræða það og annað. Ræðuflutningur erlendra sendiherra virkar alltaf tvímælis, en það hlýtur jafnt yfir alla að ganga.
Frumkvæðið ekki Framsóknar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:00 | Facebook
Athugasemdir
Það er spurning hvað kalla skal ESB apparatið, ríki eða ríkjasamband. Ber að nefna í þessu sambandi að fyrir nokkru síðan var Íslensk sendinefnd að störfum, að semja við fjögur strandríki varðandi makrílkvóta. Ég veitti því athygli að það var í frétum talað um fjögur strandríki, upptalningin var Ísland, Færeyjar, Noregur, og ESB...
Þetta vor semsagt 4. strandríki. Kanski þarna sé komin skýring á því af hverju það þarf sér sendiráð fyrir svona ríki ríkjanna
Kveðja
Kaldi
Ólafur Björn Ólafsson, 4.3.2012 kl. 00:31
Þetta tvennt er engan vegin sambærilegt.
Málið er einfaldlega það að við íslendingar höfum sótt um aðild að ESB og stefgnum að því að setja aðildarsamning í þjóðaratkvæðagreiðslu þegar hann littur fyrir. Þetta er flókið mál og því þurfa kjósendur á miklum upplýsingum að halda til að geta tekið upplýsta ákvörðun. Til þess að auðvelda þeim aðgang að upplýsingum hefur ESB sett á stofn upplýsingaskrifstofu hér. Henni er einfaldega ætlað að vera grunvöllur þess að menn geti sótt sér upplýsingar um það hvað felst í aðild að ESB, hvernig ESB starfar og hvernig ákvarðanir eru teknar í þessum samstarfsvettbvangi 27 lýðræðisþjóða Evrópu. Þessi starfsemi á því ekkert skylt við áróður og er þaðan af síður lögbrot. Þetta er einfaldlega nauðsynlegur þáttur í þeirri lýðræðislegu aðferð að láta þjóðina ákveða hvort hún vilji að Ísland gangi í ESB eða ekki.
Hvað varðar meinta tilraun íslenskra stjórnvalda til þöggunar þá er ekkert sem bendir til þess að neitt sé hæft í þeim fullyrðingum Sigmundar. Það er einfalega almenn svo að þjóðir telja ekki við hæfi að sendiherrar þeirra séu að skipta sér af innanríkismálum þeirra ríka sem þeir eru staddir í. Það er því ekkert sem bendir til annars en að þegar kanadískum stjórnvöldum var það ljóst að hér var um að ræða pólitískan fund eins stjórnmálaflokks þá hefi þeim einfaldlega ekki fundist við hæfi að sendiherra þeirra tæki þátt í honum.
þetta ber allt keim af því þegar Sigmundur hélt því fram að Jóhanna hafi beitt sér til að koma í veg fyrir að Norðmenn lánuðu okkur peninga án aðkomu AGS. Síðan þá hefur það komið í ljós að það var frá upphafi skilyrði Norðmanna fyrir lánum sínum að það væri í tengslum við samstarf við AGS og þeir margoft komið skilaboðum um það skýrt til íslenskra stjórnvalda. Þetta var því ekkert annað en róbgburður Sigmundar og þáttur í pólistísku lýðskrumi undir forskrift inni "látum þá neita því". Það er ekkert sem bendir til annars en að þessi nýjasta fullyrðing hans sé af sama meiði.
Sigurður M Grétarsson, 4.3.2012 kl. 12:42
Þetta er auðvitað mikið meira en sambærilegt. Þó að Íslendingar hafi sótt um aðild að "Sambandinu", gefur það "Sambandinu" ekki rétt til að skipta sér að innanríkismálum landsins.
Og ekkert er veigameira innanríkismál en kosningar. Það er því alger ósvífni af ESB að ætla að reka á landinu umfangsmikinn áróður fyrir þær kosningar. Meiri gerast varla afskiptin af innanríkismálum. Það sem verra er, er að Samfylkingin og Vinstri græn láta sér þau afskipti vel líka. Jóhönnu og Steingrími dettur ekki í hug að segja svo mikið sem bofs. Össur fagnar þessu eins og öllum öðrum afskiptum "Sambandsins".
Þegar og ef verður kosið um "Sambandsaðild" verður ákvörðunin Íslendinga einna, það ætti baráttan fyrir þær kosningar sömuleiðis að vera.
Allt tal um að framkoma ESB sé ekki afskipti af innanríkismálum er bull og það vita þeir sem því halda fram, en þeir láta sér afskiptin vel líka, vegna þess að það hentar þeirra málstað. Ómerkileg framkoma.
G. Tómas Gunnarsson, 4.3.2012 kl. 13:39
G Tómas. Hér er aðeins verið að koma upplýsingum á framfæri um það hvernig samtök ESB er, hvaða skilyrði aðildarríki gangast undir, hvernig ákvaðanatöku er háttað inna ESB og svo framvegis. Það veitir ekki af enda hafa Íslendingar upp til hópa mjög villandi hugmyndir um það hvað felst í ESB aðild. Það er ekki hvað síst að kenna mjög villandi málflutningi Heimssýnar, Evrópuvaktarinnar, Morgunblaðsis, Bændablaðsins og fleiri aðila sem hafa verið að bera út mýtur og hræðsluáróður um ESB.
Sumt af því eru reyndar spár um framtíðina og því erfkitt að tala beint um það sem rangfærslur þó þar sé verið að mála skrattann á veggin. Margt af því eru þó hreinar rangfærslur á staðreyndum. Það getur varla talist afskipti af innanríkismálum þó ESB leiðrétti staðreyndavillurnar. Svo skulum við ekki gleyma því að þegar við erum að sækja um aðild að fjölþjóðasamtökum þá er það ekki innanríkismál því það snýst um samninga við 27 önnur ríki og því er þetta líka þeirra mál. Það getur heldur ekki talist afskipti af innanríkismálum þegar fjölþjóðleg samtök bregðast við og leiðrétta rangfærslur um sig. Það gæti heldur ekki talist afskipti af innanríkismálum þó annað ríki myndi senda menn til landsins til að bregðast við rangfærslum í opinberri umræðu um sig.
Kynningastarf og áróður eru sitt hvor hluturinn.
Sigurður M Grétarsson, 4.3.2012 kl. 15:17
Auðvitað er um áróður að ræða, enda hefur lítið farið fyrir upplýsingum um galla sambandsins og eurosins af hálfu "Evrópusambandsstofu". Um það eru flestir sammála.
En Íslensk stjórnvöld og Íslensk samtök sem hafa verið stofnuð í "Já" tilgangi, hljóta að vera einfær um að upplýsa Íslenskan almenning um hvað "Sambandsaðild" snýst.
Til þess þarf ekki erlenda aðila til að hlutast til um Íslensk innanríkismál. Því á meðan Ísland gengur ekki í "Sambandið", sem ekki er útlit fyrir, er um innanríkismál að ræða.
Það er barnalegt að halda því fram að eingöngu sé um kynningarstarf að ræða. Það er gengið í fyrirtæki á Akureyri, rétt eins og gert er fyrir kosningar.
G. Tómas Gunnarsson, 4.3.2012 kl. 16:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.