Að taka upp erlenda mynt

Það er mikið rætt um það á Íslandi að nauðsyn sé að taka upp erlenda mynt.  Krónan einfaldlega gangi ekki lengur, hún geri ekkert nema að falla.  Það er vissulega nokkuð til í því, en það fer minna fyrir þeirri umræðu um hverju hún er alltaf að falla.

Það er ekki af því að hún heitir króna og það ekki af því að hún er Íslensk.  Íslensk efnahagsstjórn hefur verið með þeim ósköpum og skudsetning Íslendinga erlendis sömuleiðis að eitthvað hefur þurft að gefa eftir.  Það hefur verið hlutskipti krónunnar.

Þegar vilji verður til að bæta efnahagstjórnina, þegar vilji verður till þess að raunlaun lækki (eins og gerðist t.d. í Þýskaland á löngu tímabili á síðasta áratug). þegar vilji er kominn til að sætta sig við langvarandi atvinnuleysi í tveggja stafa tölu,  er rétt að fara að ræða af alvöru um hvaða gjaldmiðill henti Íslandi. 

Eða er það virkilega trú manna að slíkur vilji komi með nýjum gjaldmiðli?

Það þarf ekki nema að líta yfir eurosvæðið til þess að sjá hvernig löndum sem ekki hafa eigin mynt og hafa ekki staðið sig vegnar.

En það er ekki bara á eurosvæðinu sem eru vandræði.  Nú er talað um "kalt stríð" á milli Alberta og Ontario, hér í Kanada.  Hvers vegna skyldi það vera?  Jú, efnahagsleg velgengni Alberta, sem er ríkt af olíu og öðrum hráefnum hefur styrkt Kanadíska dollarann það mikið að iðnframleiðsla Ontario á undir högg að sækja.  Atvinnuleysi er í kringum 9% í Ontario og útlit fyrir frekari áföll.  Héraðið hefur safnað skuldum og á í miklum vandræðum.

Það er rétt að hafa í huga að á undanförnum árum hefur Ontario færst í "have not province" flokk úr "have province" flokk, og fær því jöfnunargreiðslur frá Kanadíska alríkinu.  Á síðasta ári numu greiðslur til Ontario ríflega 3 milljörðum dollara, sem er þó lítið miðað við það sem Quebec fær, en þangað fóru u.þ.b. 8 milljarðar.

Að fara í myntbandalag án þess að gagnkvæmur stuðningur ríki, getur verið ákaflega varasamt, það sést vel á eurosvæðinu.

Nú er enn og aftur rætt um að Íslendingar taki upp Kanadadollar.  Þegar rætt er um það er vert að hafa í huga að margir spá því að Kanadadollar eigi eftir að styrkjast enn frekar á næstu árum.  Eru Íslendingar reiðubúnir undir það?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Kjartansson

Hárrétt hjá þér .... formælendur einhliða siðaskipta í gjaldeyrismálum sleppa því alveg að tala um skuldir ríksins, atvinnuleysi og innlent macroeconomiskt ástand sem skapast við slík umskipti eða viðvarandi halla á ríkissjóði þar sem hver lukkulákinn á fætur öðrum lætur kjósa sig í embætti shaman og efna svo loforðin með því að bæta vatni og sósulit í pottinn .... Ríkið er á hausnum, sveitarfélög eru á hausnum, sjávarútvegurinn skuldar 550 milljarða, megnið í erlendum gjaldmiðlum, almenningur skuldar sama per capita og almenningur í USA, engir fjárfestingarkostir eru í hagkerfinu nema ríkisskuldabréf .... og enginn hlustar á skynsamleg rök ....

Guðmundur Kjartansson, 2.3.2012 kl. 22:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband