Að eiga þess kost að hreinsa sig af ásökunum

Miðað við umræður um Landsdómsmálið á Íslandi, og að jafnvel þingmenn vilji að Geir Haarde sé dreginn fyrir Landsdóm, en sýknaður þar, vakna margar spurningar.  Það er orðið skrýtið réttaríkið þar sem það eru álitin forréttindi að lenda fyrir dómi.

Í beinni samsvörun hljóta Steingrímur J. Sigfússon og Álfheiður Ingadóttir að eiga enga ósk heitari en að vera ákærð fyrir tilraun til valdaráns.

Það væri assgoti gott fyrir þau að vera hreinsuð fyrir fullt og allt af þeim áburði.

Ekki satt?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Heill og sæll nafni

Allir þeir sem hafa verið ráðherrar í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, að henni meðtalinni, hljóta að fagna því, þegar nýtt þing kemur saman eftir næstu kosningar, að verða dregin fyrir landsdóm og geta þar staðið fyrir öllum þeim afglöpum sem þau hafa staðið fyrir í stjórnartíð sinni.  Hvert klúðrið á fætur öðru hlýtur að vera tekið fyrir sérstaklega.  Þetta gæti tekið nokkur ár og Hæstiréttur því upptekinn við að sinna þeim, á meðan bíða bara önnur mál sem myndu kallast aðkallandi.

Tómas Ibsen Halldórsson, 2.3.2012 kl. 15:13

2 identicon

Það sem gerir þennan málflutning sérstaklega heimskulegan er að í réttarríkjum er vafi túlkaður sakborningi í hag. Sýknudómur er því ekki sakleysisdómur heldur er hann kveðinn upp ef sekt er ekki sönnuð.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 2.3.2012 kl. 20:51

3 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Þessi málflutningur er svo undarlegur og ótrúlegur að ég fyllist hálfgerðu þunglyndi að vita til þess að sumir þeir sem svo tala skuli hafa verið kjörnir til að sitja á Alþingi.

En nýja Ísland lætur ekki að sér hæða.

G. Tómas Gunnarsson, 2.3.2012 kl. 21:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband