Fyrirmynd fyrir Jóhönnu og Ólaf Ragnar?

Einn af merkilegri stjórnmálamönnum Kanada fagnaði afmæli sínu í gær, á degi elskenda, Valentínusardeginum.  Hazel McCallion, borgarstjóri í Mississauga varð 91. árs.  Hún er nú á sínu tólfta kjörtímabili (3ja ára kjörtímabil), og er í fullu fjöri, þó að hún segi að þetta verði sitt síðasta kjörtímabil, hún hyggist ekki sækjast eftir endurkjöri.

Hún var fyrst kosinn borgarstjóri árið 1978 (hljómar það ekki eitthvað kunnuglega?) og hefur gegnt embættinu allar götur síðan.  12 sinnum hefur hún náð endurkjöri eins og áður sagði. 

Fjármálin hafa verið í góðu lagi hjá Hazel og þó að reiknað sé með að Mississauga þurfi að slá einhver lán í ár, er það í fyrsta skipti sem það gerist.  Vitanlega eru ekki allir alltaf sammála henni, en í nýlegri könnun naut hún þó stuðnings 78% borgarbúa.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband