Kína vill sterkt euro og stórt eurosvæði

Kína vill markað fyrir vörur sínar.  Sterkt euro gerir Kínverskar vörur samkeppnishæfari en ella.  Það er sérstaklega erfitt fyrir "Suðurríkin" sem hafa allt of sterkan gjaldmiðill miðað við efnahag sinn.  Það hefur ekki aðeins svipt þau samkeppnishæfni sinni við "Norðurríkin" heldur skekkir líka samkeppnisstöðu þeirra við lönd eins og Kína.

Oft er talað um að euroið sé á bilinu 30 til 40% of hátt skráð fyrir Grikkland.  Það þýðir að Kínverskar vörur eru hlutfallslega allt of ódýrar í Grikklandi.  Grísk fyrirtæki eiga minni möguleika en ella að keppa við innfluttar Kínverskar vörur.

Þessu er hins vegar öfugt farið í Þýskalandi.  Þýskaland sifellir gengi sitt með því að tengja það við Grikkland, Portúgal, Ítaliu og Spán.  Þess vegna er gengi myntar Þýskalands lægri en ella, kaupmáttur Þýskra neytenda lægra á Kínverskar vörur en ef Þýskaland hefði sína eigin mynt og samkeppnisstaða Þýskra fyrirtækja betri.

Hin hliðin á þessu er svo að Þýskar vörur eru ódýrari fyrir Kínverja að kaupa en ella væri.  Vörur frá "Suðurríkjunum" eru hins vegar dýrari en hefðu þau sína eigin mynt.

Það er enda svo að u.þ.b. 50% af útflutningi Evrópusambandsins til Kína kemur frá Þýskalandi, 10% frá Frakklandi, 7% frá Italíu.  Það er rétt að hafa það í huga að hér er gengið ekki eina ástæðan fyrir mismunandi gengi þjóðanna í viðskiptum við Kína, en hefur vissulega sín áhrif.

Þegar litið er til innflutnings frá Kína, er Þýskaland einnig með stærsta einstaka hlutann, en þar er hlutfall þess aðeins 23%, eða þar um bil. Viðskiptajöfnuður allra Evrópusambandslandanna við Kína hefur yfirleitt verið neikvæður, þó að einstaka lönd hafi náð honum á köflum í ofurlítinn plús eða haldið honum við núllið.  Halli Þýskalands hefur verið töluverður, en hefur farið minnkandi.

En Kína hefur eðlilega áhuga á þvi að halda góðum viðskiptum við "Sambandið", það er stærsti útflutningsmarkaður þess. Því er áríðandi að euroið sé traust og kaupgeta íbúa "Sambandsins" á Kínverskum vörum haldist. Líklega hafa þeir takmarkaðan áhuga á að auka lán sín til ríkja "Sambandsins", en þeim mun líklegri eru þeir til að kaupa eignir í löndunum, nú þegar þær eru gjarna boðnar á hagstæðu verði. Það hafa þeir þegar gert að einhverju marki í Portúgal og Gríkklandi.

En líkleg verður líka rætt um atriðið eins og viðurkenningu á Kína sem "markaðshagkerfi", hugsanlega afléttingu á vopnasölubanni til Kína og fróðlegt verður að fylgjas með hvað gerist varðandi kolefnisgjaldið, en það fer ákaflega í taugarnar á Kínverjum.


mbl.is Funda um efnahagskrísuna á evrusvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband