Eldfimt ástand

Gríska þingið samþykkti niðurskurðartillögurnar með yfirburðum, en þó ekki án átaka.  199 greiddu atkvæði með tillögunum, 74 sögðu nei og 5 sátu hjá.  22 voru fjarstaddir.  En yfir 40 þingmenn voru reknir úr flokkum sínum fyrir að lúta ekki flokksaga.

Sósíalistaflokkurinn, PASOK, rak 22. þingmenn úr flokki sínum og Nýtt Lýðræði rak 21. þingmann.  LAOS rak 2. þingmenn, eftir því sem ég kemst næst fyrir að greiða atkvæði með tillögunum.

Nú á eftir að sjá hvernig fjármálaráðherrar euroríkjanna taka næstu skref og hvort þeir telja Grikki ráða við að hrinda tillögunum í framkvæmd.  Vilji er ekki alltaf allt sem þarf.

Mótmælin í landinu eru ógnvænleg.  Jafn sjálfsagt og það er að mótmæla, þá er skelfilegt að sjá myndir af eyðileggingunni og átökin á götunum.  Þau benda ekki til þess að framkvæmdin á niðurskurðinum verði án harmkvæla, ef hún tekst á annað borð.

Ef kosningar verða haldnar snemma í apríl, eins og nú er talað um, er erfitt að spá um hvernig fer og hvað það gæti þýtt fyrir þá samþykkt sem nú fór í gegnum þingið.  Hugsanlega yrði þingið allt öðruvísi skipað.  Kosningar eru líklega ekki það sem Grikkland þarfnast nú, en frekari frestun á þeim gæti þýtt frekari og harðari óeirðir.

En þessi samþykkt er ekki endirinn á erfiðleikum Grikkja, þeir eru rétt að byrja.  Því miður bendir allt til þess að spírallinn haldi áfram að toga þá nður á við.  Götuóeirðir, íkveikjur og gripdeildir hjálpa ekki til í landi sem á gríðarmikið undir ferðaþjónustu.

En allt getur gerst í samfélagi sem virðist að hruni komið.  Enn og aftur koma orð forstætiráðherra Danmerkur upp í hugann, fólk er reiðubúið til að færa fórnir, en ekki að vera fórnað.

P.S.  Smá sögugetraun hér í endann.  Hvaða ár fengu fengu Þjóðverjar eftirgjöf hluta skulda sinna frá hópi ríkja (þar á meða Grikklandi)? 

"Klippingin" var 50%, en metin á u.þ.b. 70% þegar allt var reiknað.  Merkilegt hvernig sagan endurtekur sig oft, þó með breyttum formerkjum sé.


mbl.is Grikkir samþykkja niðurskurð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband