11.2.2012 | 02:22
Verður næst farið í að "lagfæra" skuldir Portúgals? "Falin myndavél"
Þessi stuttu myndbútur hefur farið hratt yfir netið í kvöld. Fjármálaráðherra Þýskalands og Portúgals, þeir Wolfgang Schauble og Vítor Gaspar, lentu "óvart" í mynd, þar sem þeir eru að tala saman.
Hljóðið er ekki til fyrirmyndar, en ekki er hægt að heyra annað en að Schauble gefi Gaspar ádrátt um að Þýskaland sé reiðubúið til að fallast á aðgerðir í skuldamálum Portúgals. Ekkert verði þó hægt að gera fyrr en búið sé að fá niðurstöðu í Grikklandi.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Evrópumál, Utanríkismál/alþjóðamál, Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Já það er víða plottað, þarf ekki reykfyllt herbergi til, en þau eru auðvitað lang öruggust
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.2.2012 kl. 12:49
Eiríkur Bergmann talaði um ESB sem "bakherbergjabandalag" í Silfri Egils. Það er að segja að hann talaði um að í bakherbergjum og á göngum færi hin raunverulega ákvörðunartaka fram.
En stundum nást á mynd augnablik eins og þetta.
G. Tómas Gunnarsson, 11.2.2012 kl. 22:13
Já sem betur fer G.Tómas. Sem betur fer.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.2.2012 kl. 22:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.