Mismunandi útfærslur á lýðræði

Það myndi ykki öllum þykja það slæmar fréttir að Marine le Pen næði ekki að bjóða sig fram í Frönsku forsetakosningunum.  Ég er ekki frá því að brosvipra kæmi sem snöggvast á andlit þeirra Sarkozy og Merkel ef svo færi.

Persónulega verð ég að segja að mér þætti það miður þó að ég myndi aldrei kjósa le Pen, en það er önnur saga.  Mér finnst hins vegar þessi regla um undirskriftir fyrir framboð röng og í raun ein af hindrunum sem sett hafa verið af Frönsku "valdaelítunni" til að reyna að vernda sín lén.

Auðvitað er það ekki eðlilegt í nútíma lýðræðisríki að það séu aðeins 45.000 einstaklingar sem geti skrifað "upp á" fyrir væntanlegan forsetaframbjóðenda.  Skýrari dæmi um mismunandi gildi Jóns og Séra Jóns er vandfundið.

Lýðræðið í þessari útfærslu felst í því að lýðurinn fær að velja á milli þeirra sem "elítan" samþykkir að fari í framboð.  Það að aðeins kjörnir fulltrúar geti skrifað "upp á" fyrir foretaframbjóðenda er að mínu mati ekki boðlegt árið 2012, hafi það einhvern tíma verið það.

En mér þykir líklegast að Marine le Pen nái tilskyldum undirskriftum, þó að ef til vill verði það tæpt.  Annað væri tap fyrir Franskt lýðræði.


mbl.is Forsetaframboðið í uppnámi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband