Heimsókn í musterið er aldrei án tilgangs

Merkel in ChinaAngela Merkel fór til Kína að reyna að afla stuðnings við ýmis málefni. Hæst ber vissulega vandræðin á eurosvæðinu, en Íran hefur líklega einnig verið frekar ofarlega á dagskránni. Kína er stærsti kaupandi oliu frá Íran og hefur því umtalsverð áhrif þar. Þeir eru á móti viðskiptaþvingunum gegn Írönum, en gætu vissulega lagt áhrif sín á vogarskálarnar.

En mál málanna er fé, það vilja allir fá Kínverskt fé, nema Íslendingar sem hafa á því illan bifur.

En það er talað um að Merkel sé aðeins fyrsti af mörgum leiðtogum "Sambands" ríkja sem komi til með að heimsækja Kína á næstu vikum. Rompuy og Barroso munu væntanlegir fljótlega og hugsanlega fleiri. Það er ekki víða í heiminum sem er að finna jafn mörg bretti af peningum sem eru ekki í notkun.

En "vinátta" er ekki einstefnubraut og bretti af peningum fást ekki að láni án endurgjalds, og þá er ekki einvörðungu verið að tala um vexti. Þegar er farið að tala um aukið samstarf Evrópusambandsins og Kína í geimvísinindum, enda mörg "Sambandsríkin" ekki með mikið handbært fé að leggja í slíkan íðnað nú um stundir. Sömuleiðis er talað um að Kína hefði áhuga á að vopnasölubanni til landsins yrði aflétt. Hvort af verður er erfitt að spá um, en slík aflétting hefði næsta víst ekki neikvæð áhrif á vöruskiptajöfnuð Þjóðverja. Einhverjum kynni ef til vill að bregða við að sjá Þýska "kattarskriðdreka" á torgi Hins Himneska Friðar, en sjálfsagt má venjast því eins og öðru.

Kínverski stjórnmálaskýrandinn Ouyang Shi skrifaði í grein í China Daily um heimsókn Merkel, undir fyrirsögninni: Friendship is a two-way street, og sagði meðal annars, "one does not visit the temple for nothing", sem mun vara gamalt Kínverskt spakmæli og ég gerði að fyrirsögn þessarar færslu.

Ouyngs Shi sagði ennfremur:

According to European media, if China pledged to keep buying European bonds, this would give the eurozone an important lifeline. Europe also hoped to see more Chinese investment to help create jobs and boost economic growth.

In fact, China has never stopped giving Europe help when it was in difficulties. The greatest help China gives to Europe is its political support. While a lot of countries and institutions were talking down Europe, China did not join the chorus, but rather "lonely" conveyed its confidence in the euro and the European integration. At such a critical juncture, confidence in Europe is more valuable than gold.

En heimurinn er "tengdari" en nokkru sinni fyrr, allir þurfa á öllum að halda.  Talið er að 1/4 gjaldeyrisvaraforða Kínverja sé í euroum.  Evrópusambandið er stærsti einstaki markaður Kínverja. Þeir eiga því umtalsverðra hagsmuna að gæta að euroið sé þokkalega sterkt og kaupgeta haldist sterk í "Sambandslöndunum".  En pólítíkin spilar stórt hlutverk, og peningarnir gefa pólítískt vald. 

P.S Myndin er fengin að "láni" frá vefsvæði Global Times www.globaltimes.cn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband