5.2.2012 | 19:31
Að vilja ganga í "Sambandið" sem var
Þó að þessi samanburður hjá ASÍ sé að ýmsu leyti athygliverður, þó finnst mér þetta frekar þunnur þrettándi og illa undirbyggður.
Það væri gaman að sjá frá ASÍ samhliða þessu til dæmis þróun kaupmáttar og kauphækkana á sama tímabili, þar væri gott að sjá bæði meðaltal og einnig tölur frá einstökum löndum. Ekki væri verra að reyna að rýna í hvort að fylgni væri á milli kauphækkana og velgengni ríkjanna í efnahagslegu tilliti.
Jafnframt væri gott að sjá samanburð á meðallaunum á Íslandi, á eurosvæðinu og einstökum löndum þess.
Það væri einnig gaman að sjá ekki eingöngu miðað við meðaltal eurosvæðisins, heldur fá sömuleiðis tölur frá einstökum löndum til samanburðar.
Sömuleiðis gæti verið gaman að sjá samanburð á því hverskyns eign 9.7 milljónir hefðu keypt á Íslandi og í meðatalseurorsvæði árið 1997. Sá samanburður mætti gjarna líka vera á milli einstakra landa.
Það segir ef til vill meira um samanburð á lífsgæðum, að fjalla um hina ýmsu þætti, en nota ekki eingöngu vextina. Það væri fengur í því að sjá hvað húsnæðiskostnaður er að meðaltali hátt hlutfall af launum fólks, bæði yfir eurosvæðið sem og í einstökum löndum.
En í vaxtalegu tilliti er verið að tala Evrópusambandið sem var. Það er ólíklegt að það komi nokkurn tíma aftur. Það er líklegt að sú tíð að vaxtastig á Írlandi, Spáni, Grikklandi, Ítalíu og Portugal verði svipað og í Þýskalandi sé liðin. Sú blekking að það sé nóg að euro sé gjaldmiðillinn alls staðar er ekki til staðar lengur. Sama gildir um jaðarsvæði eins og t.d. Eistland.
Hver skyldu til dæmis vera vextir á húsnæðislánum á Írlandi í dag?
Hér sýnist mér þeir vera boðnir óverðtryggðir, fastir til 5 ára (ekki boðið upp á lengri festingu) 5.35%. Sjálfsagt er hægt að gera kjarakaup á Írlandi, enda sagt að húsnæði hafi fallið í verði um u.þ.b. 55% á síðustu 3. árum.
Hér má sjá kjör sem bjóðast í Hollandi hjá ING bankanum. Þar eru vextir til 5 ára 5.15, en til 10 ára eru þeir komnir upp í 6.10%. Þessar tölur miðast við yfir 80% skuldsetningu, en hagstæðari kjör bjóðast ef útborgunin er stærri. Ef vilji er til að festa vextina til 20 ára, fara þeir upp í 7.15%.
Það verður að teljast líklegt að vextir myndu lækka á Íslandi ef tekinn yrði upp "stærri" gjaldmiðill. Það er þó rétt að draga í efa að sú lækkun yrði eins mikil og margir vilja vera láta. Það skiptir líklega mestu máli hvernig framtíðarmarkaður fyrir fasteignir er metinn, og hve sterk veð hann þyki bjóða.
Þess utan er varasamt að miða við vexti sem hafa verið hafðir lágir þar sem efnahagslifið hefur verið í lægð og lágir vextir hafa verið notaðir til örvunar. Samanburður við land þar sem var gríðarleg þennsla og lánaeftirspurn því sem næst óendanleg er því ekki raunhæfur. Hluti af vandræðum ýmissa eurolanda, er einmitt rekin til óeðlilegra lágra vaxta miðað við efnahagsástand.
Það vilja allir borga sem lægsta vexti. Það vilja allir fá sem hæsta ávöxtun á sparifé sitt og lífeyrissjóði. Of lágir vextir bera vitni um að efnahagslífið sé í vanda statt, allt of háir vextir gera það sömuleiðis. En hann er vandrataður millivegurinn.
Sláandi munur á vaxtakostnaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Evrópumál, Viðskipti og fjármál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.