17. fundurinn og tout va très bien

Ég las einhversstaðar að fundurinn sem var í dag væri sá 17. í röðinni.  Og alltaf er gripið til "róttækra", "yfirgripsmikilla", "fullnægjandi", "víðtækra", "samræmdra", "miðstýrðra", aðgerða sem tryggja stöðugleika og farsæld til framtíðar.

Nú er kominn nýr sáttmáli sem "kemur í veg fyrir skuldakreppur" í framtíðinni.  Það veitir auðvitað ekki af, hjá myntbandalagi þar sem bannað er að skuldir fari yfir 60%/GDP, eða að fjárlagahalli sé meiri en 3%.  En það var reyndar lítið gert með þau skilyrði, þegar á reyndi og stóru ríkin brutu þau.

En nú lofa allir að vera þægir og nú ætla Þjóðverjar að sjá um að þeim sem brjóta sáttmálana verði refsað.  Það er nefnilega ólíklegt, alla vegna í bráð, að það verði þeir.

En skuldavandinn stendur samt eftir óleystur.  Grikkir hafa ekki náð samkomulagi við lánadrottna sína úr einkageiranum, þó að allir vonist eftir samkomulagi á næstu dögum.  Einkageiranum finnst þó vissulega súrt í broti að þurfa að horfa á eftir allt að 70% af fjárfestingu sinni, á meðan Evrópski seðlabankinn kemur til með að hagnast vel á Grískum skuldabréfumí sinni eigu.  En C´est la vie.

Portúgal sekkur æ dýpra og æ fleiri tala um að næst komi röðin að einkageiranum að gefa eftir skuldir þar.  Varla nokkur þorir að hugsa þá hugsun til enda ef "eldveggurinn" margumtalaði en óbyggði, nær ekki að vernda Spán og Ítalíu.

Æ fleiri verða atvinnulausir og spírallinn virðist enn sem komið er aðeins liggja niður á við.  Nema í þýskalandi, sem upplifir nú blómaskeið.  Verst er atvinnuleysið á Spáni, þar sem 4. hver maður er án atvinnu, en ástandið er þó líklega verst í Grikklandi, þar sem margar fréttir benda til þess að þjóðfélagið sé hreinlega að brotna saman.  Þar er talað um að það hlutirnirverði hugsanlega komnir í þokklegt ástand eftir ríflega áratug.

En leiðtogar "Sambandsins" eru nokkuð glaðbeittir.  Hjá þeim er lausnin alltaf handan við hornið. 

Þegar ég heyri í þeim þessa dagana kemur mér æ oftar í hug gamla lagið með Ray Ventura, Tout va très bien, Madame la Marquise.

P.S.  Sumir vilja svo meina að æ harðari skilyrði sem eru "sett á flot" hvað varðar meiri stuðning við Grikki, séu í undirbúningur þess að þeir verði látnir "gossa".  En til þess þurfi góða ástæðu og það þurfi að vera "þeim að kenna".  En það er ólíklegt að þetta verði síðasti "krísufundurinn".


mbl.is 25 aðildarríki taka þátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Emilsson

Frábært Tómas, Hittir beint i mark. Kærar þakkir

Björn Emilsson, 31.1.2012 kl. 07:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband