Kaldrifjuð, fyrirlitleg morð án alls heiðurs

Ég hef ekki fylgst sérstaklega með þessu máli, en það hefur verið það fyrirferðarmikið í fjölmiðlum hér í Kanada að það hefur ekki farið fram hjá neinum.  Málið er sorglegt og ógnvekjandi.

Það er ekki hægt annað að taka undir orð dómarans þegar hann sagði við dómsuppkvaðninguna að þetta væru kaldrifjuð, fyrilitleg morg, án alls heiðurs.

Það sorglegasta við málið er ef til vill að ungu stúlkurnar þrjár komu hingað til Kanada, fundu fyrir frelsinu, sáu möguleikana sem opið og frjálst samfélag hefur upp á að bjóða.  Og guldu fyrir það með lífinu.

En eins og oft er með mál sem þessi vekja þau upp spurningar hvernig samfélagið brást við, hvers vegna var ekki hlustað á hjálparbeiðnir stúlknanna?  Út af hverju tókst foreldrunum að blekkja þar til gerð yfirvöld aftur og aftur?  Fjölkvænið vekur sömuleiðis upp spurningar.


mbl.is Fundin sek um fjögur morð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Mofi

Mér finnst eins og maður er að rekst á aftur og aftur á umburðarlindi gagnvart þeim sem eru að kúga og hóta í staðinn fyrir að taka afstöðu með þeim sem er verið að kúga.

Mofi, 30.1.2012 kl. 09:49

2 identicon

Það ljótasta við þetta er að þessi morð voru framin svk boðskap trúar múslima. Morðingjarnir hafa án efa loforð ímamsins í sínu samfélagi fyrir því að fara beint í paradís Allah með ómældu brennivíni og kynlífi. Líf stúlka og kvenna eru lítils virði í Islam og svk Sharía er foreldrum ekki refsað fyrir að myrða eigin börn, hversu viðurstyggilegt getur þetta orðið. Kanadamenn ættu að kynna sér betur hvað Islam er í raun og hvað það framleiðir áður en þeir styðja dyggilega við uppgang þess í eigin landi eins og þeir eru nú að gera, jafnvel með skattfé almennings. Það er eins og styðja mafíustarfsemi með skattfé.

Brynjar (IP-tala skráð) 30.1.2012 kl. 09:51

3 Smámynd: Mofi

Sammála, umburðarlindi gagnvart Islam vegna þeirrar kolröngu hugmyndar að öll trúarbrögð kenna hið sama, umburðarlindi og kærleika sem ætti að vera augljóst öllum að er kolrangt. Vestræn samfélög ættu að hafa þá opinberu afstöðu að vera tilbúin að hjálpa með öllum tiltækum ráðum þeim aðilum sem vilja losna undan þessari trú því þú þarft hjálp við það því að trúin boðar að þeir sem yfirgefa Islam eru réttdræpir.

Mofi, 30.1.2012 kl. 10:16

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það er því miður einföldun að skrifa vandamál sem þetta á Islam.  Vissulega þekkist mikil kúgun í nafni Islam, en það á við um önnur trúarbrögð, bæði í nútíð og fortíð. 

Hér í Kanada hafa yfirvöld til dæmis þurft að hafa mikil afskipti af kristnum söfnuðum þar sem fjölkvæni, ofbeldi og þvinganir hafa þótt sjálfsagðir hlutir.

En ég er sammála því að það þarf að hlusta betur a hróp um hjálp, undir kringumstæðum sem þessum, sama úr hvaða hópi þau koma.

G. Tómas Gunnarsson, 30.1.2012 kl. 13:55

5 Smámynd: Mofi

Að fólk hafi þá trú að það sé skylda þeirra að drepa þá sem yfirgefa Islam, hvort sem það er að gerast annarar trúar eða bregðast að mati fjölskyldunnar skyldum við trúna kemur beint frá Kóraninum. Þetta er spurning um orsök og afleiðingu. Ég á mjög erfitt með að trúa því að einhverjir kristnir söfnuðir hafa verið að stunda ofbeldi og þvinganir vegna boðskaps Biblíunnar.

Mofi, 30.1.2012 kl. 14:26

6 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það er nú einu sinni svo að í flestum trúarbrögðum er ekki nein ein túlkun á ritum, kennisetningum og öðru slíku innan viðkomandi trúar.  Það eru býsna margar "útgáfur" af hinni "réttu leið".

Hér er slóð á ágætis grein á vefsíðu Globe and Mail, þar kemur m.a. fram að túlkun á Kóraninum er á ýmsa vegu, hvað ofbeldi varðar eins og margt annað.

http://www.theglobeandmail.com/news/opinions/opinion/shafia-trial-a-wake-up-call-for-canadian-muslims/article2319148/

Persónulega stend ég utan við öll trúarbrögð og finn ekki neina hvöt hjá mér til að leita á þau mið.  En sem betur fer hafa flest trúarbrögð þróast og munu vonandi gera það áfram, til betri vegar.

Er það annars ekki rétt hjá mér að Bíblían hefur tekið umtalsverðum breytingum í tímans rás?  Er ekki stutt síðan deilur stóðu um breytingu á Íslensku útgáfu hennar?

G. Tómas Gunnarsson, 30.1.2012 kl. 15:38

7 Smámynd: Mofi

Það er afskaplega lítill ágreiningur meðal kristinna varðandi þann boðskap að fara eftir boðorðunum tíu, elska náungan og Guð og gullna reglan "Allt sem þér viljið, að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra." Það eru einhver ágreinings atriði og áherslu munur á milli mismunandi kirkjudeilda en munurinn er oftast lítill og ekki neitt svona svakalegt eins og að drepa þá sem vilja ekki vera kristnir.

Hérna er ágæt skyssa úr sjónvarpsþætti þar sem Richard Dawkins kreistir upp úr einum múslima einmitt þetta, að Kóraninn kennir mjög skýrt refsingin við að fara frá trúnni sé dauði.

http://www.youtube.com/watch?v=pQzuFrMRA3M

G. Tómas
Er það annars ekki rétt hjá mér að Bíblían hefur tekið umtalsverðum breytingum í tímans rás?  Er ekki stutt síðan deilur stóðu um breytingu á Íslensku útgáfu hennar?

Við höfum mjög gömul handrit af Gamla og Nýja Testamentinu sem staðfesta svo um munar, fram yfir öll önnur forn handrit að það sem var upprunalega skrifað er það sem við höfum í dag. Það geta aftur á móti allir búið til þýðingar og þær eru mis góðar. Ástæðan fyrir deilunni í síðustu útgáfu voru einmitt vegna þess að menn vissu alveg að þýðingin var að fara á móti fornu handritunum en jafnvel þá, þá eru neðanmálsgreinar sem segja hvað stendur í handritunum sjálfum.

Mofi, 30.1.2012 kl. 21:41

8 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það eru til býsna margar misvísandi sögur um uppruna og samsetningu bíblíunnar.  Sömuleiðis hvernig "endanleg" útgáfa hennar var til.  Ég ætla mér ekki að dæma um hver þeirra er rétt.

Hitt er svo óumdeilanlegt að kristni hefur klofnað í ótal söfnuði og margar mísvísandi skilgreiningar og túlkanir á því sem hefur komið fram í Bíblíunni hafa komið fram.

Vissulega hafa margir þeir sem ekki voru taldir kristnir, eða ekki tilheyra réttu "kirkjunni" verið drepnir í nafni trúarinnar í gegnum tíðina. 

Ég hugsa þó að allir kristnir söfnuðir viðurkenni boðorðin 10, en mörgum þeirra hefur þó reynst erfitt að fara eftir þeim, eða þá að þeir hafa skilgreint ást á náunganum með öðrum hætti en viðurkennt er, eða skilgreining þeirra á "náunga" hefur verið dulítið frjálsleg.

G. Tómas Gunnarsson, 31.1.2012 kl. 00:46

9 Smámynd: Mofi

G. Tómas
Það eru til býsna margar misvísandi sögur um uppruna og samsetningu bíblíunnar.  Sömuleiðis hvernig "endanleg" útgáfa hennar var til.  Ég ætla mér ekki að dæma um hver þeirra er rétt.

Ekki ef þú skoðar málið sagnfræðilega, þá er þetta nokkuð á hreinu.

G. Tómas
Hitt er svo óumdeilanlegt að kristni hefur klofnað í ótal söfnuði og margar mísvísandi skilgreiningar og túlkanir á því sem hefur komið fram í Bíblíunni hafa komið fram.

Ég tel að ástæðan sé miklu frekar söguleg og þar sem pólitík spilar stórt hlutverk. Ég myndi að minnsta kosti segja að þeir þættir séu miklu veigameiri í því að útskýra megnið af öllum þessum söfnuðum. Taktu síðan eftir því sem er í gangi hjá þjóðkirkjunni, þar sem menn vita alveg hvað Biblían segir en velja að hafna því vegna þess að það hentar þeim ekki; trúðu mér, það er ekki í fyrsta sinn og hefur haft mikil áhrif á sundrungu meðal kristinna.

G. Tómas
Vissulega hafa margir þeir sem ekki voru taldir kristnir, eða ekki tilheyra réttu "kirkjunni" verið drepnir í nafni trúarinnar í gegnum tíðina.

Já, en er möguleiki að þar spilaði meira inn í valdabarátta og græðgi en boðskapur Krists?

G. Tómas
Ég hugsa þó að allir kristnir söfnuðir viðurkenni boðorðin 10, en mörgum þeirra hefur þó reynst erfitt að fara eftir þeim, eða þá að þeir hafa skilgreint ást á náunganum með öðrum hætti en viðurkennt er, eða skilgreining þeirra á "náunga" hefur verið dulítið frjálsleg.

Já, alveg sammála. En styður það ekki bara að það sé til vont fólk sem á erfitt með að fylgja góðum boðskap? 

Mofi, 31.1.2012 kl. 13:20

10 identicon

Það er greinilegt að þú hefur ekki lesið Bíblíuna eða Nýja testamentið G. Tómas, sestu niður og byrjaðu að lesa í stað þess að varpa fram alskonar dylgjum um ofbeldi kristinna manna. Boðskapur kristinnar trúar er skýr: "elska skaltu náungan eins og sjálfa þig". Og nýtt lögmál Krists í síðustu kvöldmáltíðinni: "ég gef ykkur nýtt lögmál: elskið hvert annað eins og ég hef elskað ykkur". Það sem þú ert hrapalega að misskilja er að þó einhverjir sem telja sig kristna (eða þú telur kristna) hafi framið ofbeldi, eru þeir ekki að gera það skb. boði Krists. Ofbeldi sem múslimar fremja er framið að boði Allah og Múhameðs, enda er þar af nógu að taka. Boðskapur Allah er skýr ofbeldi og kúgun gegn þeim sem hafna Allah og spámanni hans Múhameð. Það er ekki túlkunaratriði heldur staðreynd, sama hve erfitt þú átt með að trúa því.

Brynjar (IP-tala skráð) 31.1.2012 kl. 17:33

11 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Eins og nærri má geta hef ég ekki framkvæmt neinar sjálfstæðar rannsóknir á uppruna Bíblíunnar eða hvernig að samsetningu hennar var staðið.  Það þarf þó ekki að leita langt til að finna mismunandi sagnfræðilegar kenninar um uppruna hennar og "kanóniseringu" hennar á sínum tíma.

Það er einnig svo að það hefur margt gott verið sett niður á blað í gegnum tíðina.  Ég hef hins vegar reynt að temja mér (þó að það geti gengið misjafnlega) að dæma frekar út frá því sem menn gjöra, en því sem menn segja eða festa niður á blað sem "manifesto".

Ég er alveg sammála því sem sagt er um ríkiskirkjuna Íslensku, hún virðist að mörgu leyti líta á trúna sem hlaðborð þar sem hún þarf aðeins að taka þá "rétti" sem henni hugnast.  Það veikir hana að mörgu leyti.  En að öðru leyti styður það aðeins þá kenningu, að trúin þróist með mönnunum, breytis og fari í ólíkar áttir, sé sem sé mannanna verk og hugarsmíð.

Kristni er enda langt í frá einu trúarbrögðin sem hafa "klofnað" og búið til nýjar "greinar" sem margar vaxa í mismunandi áttir.  Slíkt virðist frekar regla en undantekning hjá trúarbrögðum.

G. Tómas Gunnarsson, 1.2.2012 kl. 15:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband