25.1.2012 | 21:42
Tvö og hálft ár og ekkert hefur gerst?
Það sem er í raun verið að segja í fréttinni er að "viðræður" ríkisstjórnar Jóhönnu og Steingríms við "Sambandið" hafa staðið yfir í tvö og hálft ár og ekkert hefur gerst.
Einhverjum köflum hefur jú verið opnað og lokað samstundis eða því sem næst vegna þess að ekkert hefur verið að ræða um.
Össur hefur verið mikið í Brussel og mátað sig í sætið við (skrif)borðið sem hann vonar með að komi í sinn hlut, ef það tekst að draga Íslendinga inn í "Sambandið".
En nú er Steingrímur "sjálfur" Sigfússon kominn til skjalanna og þá hefjast hinar eiginlegu viðræður.
Man einhver eftir því hvernig Samfylkingarþingmenn og frambjóðendur töluðu fyrir síðustu kosningar (líklega þarsíðustu líka)? Aðildarviðræðum átti að hespa af á mettíma. Sumir þeirra töluðu um að þjóðartkvæðagreiðsla gæti farið fram í ársbyrjun 2011. Það er að segja fyrir u.þ.b. sléttu ári síðan.
Það er varasamt að hlusta á fagurgalann í "Sambandssinnum".
Ef ég man rétt þá tóku aðildarviðræður Svía og Finna í kringum 2. ár. Íslensku viðræðurnar hafa þegar tekið lengri tíma og ekkert markvert hefur gerst. Ekkert.
Hvað skyldi þessi tími hafa kostað Íslendinga og þá er ég ekki bara að tala um flugferðir, dagpeninga og uppihald?
Hver skyldi kostnaðurinn vera orðinn áður en Össur og Steingrímur koma heim með "glæsilega niðurstöðu"?
Ég er hræddur um að ef að bíða eigi eftir að vandræðum "Sambandsins" linni og að meirihluti Íslendinga vilji ganga í "Sambandið" megi lengi bíða enn og það þurfi yngri menn en Össur og Steingrím til að ljúka viðræðunum.
Alvöruviðræður að hefjast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Evrópumál, Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 21:47 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.