Kratískur hálfsannleikur

Ég rakst á blogg Gísla Baldvinssonar á Eyjunni nú í morgunsárið. Titill bloggsins er: "Alvarleg ásökun Ögmundar". Þar beitir Gísli fyrir sér því gamalkunna bragði að slíta orð þess sem hann vitnar í, örlítið úr samhengi og færa þeim nýja merkingu.´

Í blogginu var eftirfarandi tilvitnun í Ögmund og tengill á þessa frétt á vefsíðu Vísis:

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur áhyggjur af því að stofnanaveldið, eins og hann orðaði það, hafi ánetjast Evrópusambandinu.

„Það er vegna þess að það er búið að fara með flugvélafarma, viku eftir viku eftir viku, mánuð eftir mánuð eftir mánuð, út til Brussel þar sem menn halda til á kostnað ríkisins.
Þetta fólk ánetjast Evrópusambandinu og vill ólmt halda áfram og fá að fara í fleiri ferðir.
Fleiri ferðir, fleiri hótelferðir, meiri dagpeninga. Það er þetta sem er að gerast. Það er þess vegna sem stofnanaveldið ánetjast Evrópusambandinu.“

Í blogginu er látið að því að Ögmundur hafi ráðist að Íslenskum embættismönnum og verkalýðsforingjum, eða eins og segir í bloggi Gísla:

Hér er hann sem sagt að væna embættismenn íslenska ríkisins um mútuþægni.

Það er ekkert minnst á að Ögmundur hafi verið að tala um atburðarás innan ESB.  Það kemur þó skýrt fram bæði í fréttinni sem þessi færsla er tengd við og í frétt Vísis. 

Ég setti inn stutta athugasemd (hefur verið birt) sem nú bíður samþykkis, en birti hana hér sömuleiðis:

Hér beitir Gísli listlilega fyrir sig hálfsannleik til að kasta auri á ráðherra samstarfsflokks Samfylkingarinnar í ríkisstjórn. Sá ráðherra er nefnilega ekki Samfylkingunni þóknanlegur nú um stundir.

Þegar orð Ögmundar fá að standa í samhengi, en ekki klippt í sundur eins og Gísli gerir hér, kemur í ljós að Ögmundur er ekki að tala um Íslendinga eða Íslenska embættismenn, heldur sömu stéttir í aðildarríkjum "Sambandsins".

"Hvernig stendur á því, að alltaf þegar bornir eru upp samningar innan Evrópusambandsins þá er stofnanaveldið, hvort sem það er verkalýðshreyfing, atvinnurekendasamtök, stjórnsýslan, hlynnt en almenningur á móti? Það er vegna þess að búið er að fara með flugvélarfarma viku eftir viku, mánuð eftir mánuð, út til Brussel þar sem fólk hefst við á kostnað ríkisins. Þetta fólk ánetjast Evrópusambandinu og vill ólmt halda áfram og fá að fara í fleiri ferðir, meiri hótelferðir, meiri dagpeninga. Það er þess vegna sem stofnanaveldið ánetjast Evrópusambandinu," sagði Ögmundur.

Svona framsetningarmáti er frekar ómerkilegur og ekki góðum krötum sæmandi.


mbl.is Stofnanaveldið ánetjast ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mín bíður einnig samþykkis.

Kannski að Ögmundur hafi eitthvað fyrir sér.

http://www.youtube.com/watch?v=b-M2dscDJ0E

http://www.youtube.com/watch?v=DzHrNMOKLrA

http://en.wikipedia.org/wiki/Marta_Andreasen

Spilling mútur og þjófnaður eru ekki uppfinning íslenskra útrásarvíkinga, einhverstaðar lærðu þeir hnútanna.

Leibbi (IP-tala skráð) 25.1.2012 kl. 14:05

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hér er Ögmundur að gera það sem hann var kosin til að gera, upplýsa hvað er hér á ferðinni og segja frá í hvað peningarnir okkar fara.  Þegar ekki er hægt að brauðfæða þjóðina liggja menn í vellystingum praktuglega og kýla á sér vömbina í Brussel, svei því bara.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.1.2012 kl. 15:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband