20.1.2012 | 15:24
Krafa almennings um að koma að ákvörðunartöku - Sæti við skrifborðið
Eiríkur Bergamann lýsti Evrópusambandinu nýlega sem "bakherbergjabandalagi" í Silfri Egils. Ég gat ekki skilið hann öðruvísi en hann segði að þar væru flestar ákvarðanir teknar í bakherbergjum sökum stirðrar uppbyggingar "Sambandsins".
Upp á síðkastið hefur svo heyrst æ meira kvartað undan því að stærstu þjóðirnar, aðallega Frakkar og Þjóðverjar taki ákvarðanirnar og kalli síðan á hinar þjóðirnar til að segja já við þeim. Utanríkisráðherra Tékka sagði nýlega í viðtali að slíkt gæti ekki gengið til lengdar.
Flestar "Sambandsþjóðirnar" hafa reynt að sneiða hjá þjóðaratkvæðagreiðslum eins og frekast hefur verið unnt og ef til vill aðeins meira en það. Það setur að þeirra áliti aðeins steina á veginn á leið til "meiri Evrópu".
En það er eðlilegt að í skoðankönnunum sem þessari komi fram vilji almennings til að koma að ákvörðunum, að stjórnmálamennirnar æði ekki áfram án þess að spyrja kjósendur álits.
Almenningur lætur ekki blekkjast af því tali að þjóð þeirra eigi "sæti við borðið", þar sem "stóru ákvarðanirnar" eru teknar. Almenningur sér hvernig ákvarðirnar hafa verið teknar.
Almenningur sér að að "sæti við borðið" er lítið annað en þægilegt sæti við fallegt skrifborð í Brussel -fyrir nokkra stjórnmálamenn frá landi þeirra.
Ákvarðanirnar eru teknar af fulltrúum stóru landanna, nú um stundir af Merkel og Sarkozy. Þau "eiga" borðið.
Vilja kjósa um nýjan ESB-sáttmála | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Evrópumál, Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.