Bölbænir Steingríms

Ég get ekki neitað því að ég hálfhló þegar ég las þessa frétt.

Það er reyndar alveg rétt að það er ekki til eftirbreytni að kalla bölbænir eða níðyrði að mönnum, hvort sem þeir eru í ræðustól á Alþingi eða annars staðar.  Það er ekki góðra manna siður að hrópa að þeim sem eru að tala.

Hins vegar get ég ekki séð að hinn kristni siður eigi að njóta neinna forréttinda fram yfir aðra siði á Alþingi og því get ég ekki séð að blótsyrði séu neitt verri en venjuleg frammíköll, sem eru auðvitað ekki til fyrirmyndar.

En það er reyndar talsvert algengt að mönnum þyki  betur talað, því stóryrtari og orðljótari sem talsmátinn er.  Þar er ég reyndar algerlega ósammála og þykir talsmátinn oftast segja meira um þann sem notar hann, heldur en þann sem hann er hafður um.

En svo má líka velta því fyrir sér hvort að bölbænir Steingríms hrífi, alla vegna hvað framsóknarmenn varðar, því fylgi þeirra virðist skreppa saman eins lúin blaðra.


mbl.is Kvartað yfir blótsyrðum í þingsal Alþingis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband