11.1.2012 | 21:19
Auðvelt að stofna fyrirtæki, en ....
Það kemur mér lítið á óvart að auðvelt teljist að stofna fyrirtæki á Íslandi. Íslenska kerfið, þó að mörgum finnist það hægt og tregt, er einfaldlega guðdómlegt snöggt og lipurt miðað við ástandið víða annarsstaðar.
En það þýðir auðvitað ekki að hægt sé halla sér aftur og að allt sé í himnalagi. Það er eitt að stofna fyrirtæki en annað að reka það og halda því gangandi.
Eitt því sem hvað mest hefur heyrst kvartað undan upp á síðkastið er t.d. óvisst skattaumhverfi. Það veit enginn hvenær og hvar hækkanirnir dynja á. Hækkaður virðisaukaskattur, hækkað tryggingagjald, hækkaður tekjuskattur o.s.frv. Þetta eru örfá dæmi af fjöldamörgum skattbreytingum undanfarinna ára.
En Íslands hefur upp á mikið að bjóða og vonandi stækkar fyrirtækjaflóran jafnt og þétt.
Gott að stofna fyrirtæki á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.