Belgískt súkkulaði er annálað fyrir gæði og ef til vill þurfti Monti eingöngu að fylla á í skápnum, þar sem jólagjafirnar hafi verið rýrari í súkkulaði en hann vonaðist eftir.
En hitt er staðreynd að fjármálamarkaðirnir í Evrópu eru eins og spenntur bogi. Það sem verra er, það eru taugatrekktir einstaklingar sem halda um strenginn. Það má lítið út af bregða og jafnvel sakleysisleg ferðalög geta þurkað út milljarðatugi, rétt si svona á meðan Monti verslar örlitið í Brussel.
Áramótaávörp leiðtoga í Evrópu gáfu heldur ekki miklar vonir í bjartsýnisátt, þar var talað um erfitt ár, erfiða baráttu framundarn. Grikkland talar um þjóðargjaldþrot í mars, ef ekki fáist frekari fyrirgreiðsla, Spánn þarf að skera niður sem aldrei fyrr, Frakkar sömuleiðis, Italía boðar niðurskurð af áður óþekktri stærðargráðu.
Euroið sígur gagnvart Bandaríkjadollar (það er þó ekki eins og hagstjórnin sé til fyrirmyndar þar) og hefur ekki verið lægra gagnvart Japönsku jeni í áratug (sá áratugur er yfirleitt talinn "glataður", sem og sá á undan, í Japan).
Það er bara Ísland þar sem sólskinsgeislar bjartsýninnar ná að skína, þar hafa stjórnvöld engar áhyggjur af euroinu, jafnvel þó að það sé næst stærsta viðskiptamynt landsins á eftir Bandaríkjadollar.
Sú traustsyfirlýsing (eða heitir það heilbrigðisvottorð?) nægði þó ekki til að euroið rétti sig við á mörkuðum.
Líklega gefur heimspressan þessum traustsyfirlýsingum (eða heilbrigðisvottorðum) ekki nægjanlegan gaum, enda þekkt fyrir að gera meira úr neikvæðum fréttum en þeim jákvæðu.
Skjálfti vegna ferðar Montis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Evrópumál, Utanríkismál/alþjóðamál, Viðskipti og fjármál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.