Ponzi stjórnvöld?

The lifstyle you ordered....Það hefur mikið verið rætt um opinberar skuldir undanfarin misseri.  Þær enda orðnar býsna ógnvænleg tala.  Stjórnmálamenn hafa verið duglegir að lofa upp í ermar kjósenda, sem virðast ekki hafa áttað sig á hverjir það eru sem borga brúsann á endanum.  Eða þá að þeir kæra sig kollótta.

Hér að neðan eru nokkrar athygliverðar staðreyndir um  opinber fjármál sem ég rakst á í dag.

Opinberar skuldir í Þýskalandi jukust um 120 milljónir euro á hverjum degi frá júlí til september á síðasta ári.  Það eru 80.000 euro á hverri einustu mínútu.

Í dag eru það aðeins 14 ríki sem hafa hæstu lánshæfiseinkun hjá stóru matsfyrirtækjunum þremur.

Ef að eftirlaunaskuldbindingum er bætt við opinberar skuldir Þýskalands, eru skuldirnar ekki 80% af GDP heldur 276%

Engin Þýskur fjármálaráðherra hefur skilað hallalausum fjárlögum frá árinu 1970.

Hver íbúi í Þýsku borginni Bremen skuldar u.þ.b. 4.320.000 Íslenskar krónur, eða 27.000 euro.

Frakkland varð 8 sinnum gjaldþrota á árunum 1500 til 1800.

Spánn gat ekki staðið undir skuldbindingum sínum 7 sinnum á 19. öldinni.

Þessar staðreyndir eru allar úr sömu greininni á vef Spiegel.  Greinin (þýdd úr Þýsku) heitir:  The Danger Debt Poses to the Western World.  Greinin er góð og óhætt að fullyrða að tíma þeim sem fer í að lesa hana er vel varið.

Myndin sem fylgir þessum pistli er fengin að láni úr greininni.  Hún sýnir graffiti listaverk eftir Breska listamanninn Banksy.  Verkið er einhversstaðar í London.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Þakka þér fyrir þetta nafni. 

Greinin sem þú vitnar í er mjög athyglisverð og upplýsandi.

Tómas Ibsen Halldórsson, 6.1.2012 kl. 10:11

2 identicon

Þú átt ekki að nota punktinn fyrir aftan tölustafina nema þú meinir td. fjórtánda.

GB (IP-tala skráð) 6.1.2012 kl. 10:42

3 identicon

Skoðaðu endilega síðuna:

http://www.steuerzahler.de/Home/1692b637/index.html

Uppí hægra horninu getur þú lesið: a) hverjar heildarskuldir þýska ríkisins eru, b) hækkun skulda á sekúndu, og c) meðalskuld á hvern íbúa Þýskalands.

Valgeir (IP-tala skráð) 6.1.2012 kl. 14:55

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Tómas:  Já, mér fannst greinin virkilega góð.  Hún á í raun erindi við alla.  Sivaxandi skuldir opinberra aðila er vissulega áhyggjuefni.  Sem þýðir auðvitað að sívaxandi hluti af skatttekjum rennur til fjármagnseigenda í formi vaxta.

@GB:  Takk fyrir þetta.  Ég fagna öllum leiðréttingum.  Þær eru tvímælalaust af hinu góða og ég læt slíkt ekki fara í taugarnar á mér.  Ég reyni að skrifa eins rétt og mér er unnt, en eftir því sem fjarveran frá landinu bláa verður lengri, versnar máltilfinning mín.   Ein meginástæðan fyrir því að ég byrjaði að blogga, var að ég fann að leiðin lá niður á við hvað þetta varðaði.  Ákvað því að ég þyrfti á vettvangi að halda þar sem ég skrifaði og hugsaði á Íslensku.

@Valgeir:  Þakka þér fyrir hlekkinn.  Skuldasöfnun opinberra aðila er áhyggjuefni sem því miður of fáir gefa gaum.  Vefsíður þar sem fylgst er með uppsöfnuninni eru þarft framtak.  Sem flestir þyrftu að vita af þeim.

G. Tómas Gunnarsson, 6.1.2012 kl. 15:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband