30.12.2011 | 21:37
Stalín er ekki hér
Hversu mikill léttir verður það nú fyrir utanríkisráðherra og samninganefnd Íslendinga að geta hafið nýja árið með því að tilkynna í Brussel:
No Stalin, no more. We kicked him out of the ministry on New Years Eve, just as you did insist. Afterwards everybody in Iceland shot up fireworks to celebrate our good deed and in support of the European Union. Yes, the Icelandic people are so happy that we are joining EU, that they bought loads of fireworks.
Þær eru nokkuð merkilegar breytingarnar sem verða á ríkisstjórninni á morgun. Sumir gleðjast yfir fækkun ráðherra, en það er auðvitað umdeilanlegt markmið eins og margt annað. Eru stærri ráðuneyti betri ráðuneyti? Er sparnaðurinn eitthvað sem heitið getur, ef ráðherra þarf einfaldlega fleiri aðstoðarmenn til að sinna fleiri málaflokkum?
En það tryggir að færri raddir heyrast við ríkisstjórnarborðið, sem ef til vill er orðið sérstakt takmark nú á dögum. Þegar ráðuneytin eru fleiri krefst það samvinnu og samkomulags fleiri en eins ráðherra, það er gamli tíminn. Best að sem flestar ákvarðanir séu á sömu hendi.
Það er ekki hægt að verjast þeirri hugsun að núverandi mannabreytingar eigi fyrst og fremst að tryggja að enginn standi upp í hárinu á leiðtogunum, eða kasti skugga á þá. Samnefnararnir verða lægri en áður.
Eða eins og Garfield sagði: If you wanna look thin, hang around fat people.
P.S. Og svo er Steingrímur að færa sig til til þess að hafa betri stjórn á því sem gerist varðandi dómsmál ESA gegn Íslendingum vegna IceSave.
Látinn víkja vegna ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Evrópumál, Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 31.12.2011 kl. 01:49 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.