Þeir kannast við Jón Bjarnason í Brussel

Þeir sem spinna umræðuþráðinn á Íslandi halda því fram nú að þeir séu ekki margir sem komi til með að sakna Jóns Bjarnasonar, nú þegar hann hverfur úr embætti ráðherra.  Hvað þá að einhverjir komi til með að gleðjast í Brussel nú þegar Jóni hefur verið bolað í burtu.  Telja orð Jóns dæmi um upphafna sjálfsmynd hans.  Ef til vill fylgjast umræðumennirnir ekki mjög vel, eða þá að þeir hafa kosið vísvitandi að gera lítið úr Jóni.

En þeir eru nú ekki margir Íslensku stjórnmálamennirnir sem hefur verið minnst á í ræðum á Evrópuþinginu. Hvað þá líkt við Stalín.  Eða sagt í ræðu á sama þingi að ræðumaður hafi heimilidir fyrir því að Íslenskur ráðherra sé að hverfa úr ríkisstjórn.  En þó undarlegt megi virðast á þetta við um Jón Bjarnason.  Það er því alls ekki ólíklegt að einhverjir séu kátir í Brussel um áramótin.

Persónulega er ég ekki aðdáandi Jóns Bjarnasonar, en það segir ef til vill meira um núverandi ríkisstjórn, en Jón Bjarnason hve margir skuli sakna þess að hann sé ekki lengur í ríkisstjórn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Emilsson

Um leið og ég óska þér gæfuríks árs með þökk fyrir góð skrif og tímabær, sem verða vonandi fleiri, vil ég biðja þig að snara textanum á myndbandinu yfir á íslensku.

Björn Emilsson, 1.1.2012 kl. 18:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband