Að borga Beckham

Hér og þar um netheima má lesa um hneykslun manna á hugsanlegum launagreiðslum knattspyrnugoðsins David Beckham, ef hann flytur sig um set til Franska knattspyrnuliðsins Paris St. Germain.

Perónulega hef ég ekki mikinn áhuga fyrir íþróttum en ég deili þó ekki þessum áhyggjum yfir því að íþróttafólk fái ríflega borgað.  Vissulega er um að ræða stjarnfræðilegar upphæðir, en það gildir það sama í mínum huga og um svo margt annað, ef launagreiðandinn telur hann þess virði, þá læt ég það ekki fara í taugarnar á mér, svo lengi sem það er ekki ætlast til að ég leggi fram hluta af upphæðinni. 

Vissulega er hópur fólks sem hefur "slegið í gegn" sem fær gríðarlegar upphæðir að launum.  Upphæðir sem venjulegt fólk eins og sá sem hér fer höndum um lyklaborðið á takmarkaða möguleika á að ná.  Flestir myndu líklega segja enga.

Er ekki J. K Rowland (og ýmsir aðrir rithöfundar) vel komin af sínum auðæfum?  Harry Potter hefur verið prentaður í slíku upplagi að sjálfsagt stafar regnskógunum hætta af vinsældum bókanna.  Kvikmyndaréttur, leikföng og annað slíkt skila líklega vænum upphæðum að auki.  Ekki get ég séð nokkuð athugavert við tekjur hennar.

Nú nefna mætti marga tónlistarmenn og kvikmyndaleikara sem milljónir dollara fyrir nokkra vikna vinnu.  Er einhver ástæða til þess að láta það fara í taugarnar á sér?  Hér í denn borgaði ég einhvern part launum þessa fólks, enda nokkuð duglegur við að fara í bíó og kaupa hljómplötur.  Geri það reyndar að nokkru marki enn, þó að það sé meira í gegnum DVD markaðinn í dag.  Persónulega læt ég þetta ekki fara í taugarnar á mér.

Nú svo eru ýmsir sem ná því að selja olímálningu sem þeir hafa sett á striga fyrir fúlgur fjár eða fatahönnuðir sem ná að selja föt úr hráefnum sem kosta nokkra tugi þúsunda á verulegu "yfirverði" ef svo má að orði komast.

Það má svo vel vera að Paris St. Germain kaupi köttinn í sekknum.  Að Beckham trekki ekki nóg á völlinn, að sjónvarpinu, eða hann selji ekki nógu margar treyjur fyrir liðið (verð á slíkum "official" varningi er kapítuli út af fyrir sig) og nái þannig ekki að borga fyrir sig.

En það klagar ekkert upp á mig, ekki frekar en að Ítalskir fatahönnuðir selji jakkaföt á "yfirverði", eða að Lady GaGa raki saman fé (sem mér finnst hún reyndar fyllilega eiga skilið).

En mig undrar það ekkert að hugsanleg laun Beckhams nái að æsa upp Franska sólsialista, né skoðanasystkyni þeirra víða um veröldina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband