Tækifæri til að breyta um vinnubrögð - Tökum málið úr höndum ráðherrana

Þó að ég geti viðurkennt að mér lítist betur á að Árni Páll haldi utan um IceSave vörnina heldur en Össur, þá finnst mér hvorugur kosturinn góður og það sem verra er hvorugur kosturinn trúverðugur.

Hér ætti að nota tækifærið og breyta til.  Réttast væri að málið væri í höndum Alþingis.  Annað hvort í höndum utanríkismálanefndar, eða sem betra væri að kosin væri sérstök nefnd sem sæi um málið í umboði Alþingis.  Í nefndina yrði kosið eftir hefðbundnum reglum, en nefndarmenn gætu verið hvort sem væri alþingismenn eða utan þings.  Allir flokkar ættu fulltrúa eða í það minnsta áheyrnarfulltrúa í nefndinni.

Nefndin réði sér starfsmenn til að reka málið, lögmenn og aðstoðarmenn þeirra.  Lögmannahópurinn gæti verið blanda af Íslendingum og erlendum lögmönnum.

Það er einfaldlega ekki trúverðugt að ráðherrar sem börðust hvað harðast fyrir því að Íslendingar samþykktu IceSave samningana (já, ekki bara þennan númer III heldur líka þá "glæsilegu niðurstöðu" sem Svavar Gestsson kom með heim) séu í forsæti fyrir vörn Íslendinga.  Það er hreinlega út í hött.

Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar hefur ekki traust almennings til að halda utan um þetta mál.  Framganga ríkisstjórnarinnar hefur verið þeim hætti.  Í tvígang felldi Íslenka þjóðin samning sem ríkisstjórnin hafði gert. 

Í flestum (ef ekki öllum) ríkjum hefði ríkisstjórn sem fengið hefði slíka útreið sýnt af sér þann sóma að segja af sér, en því er auðvitað ekki að heilsa í þessu tilfelli.  En slíkri sómatilfinningu var ekki til að dreifa í þessu tilfelli og því er þessi skrýtna staða komin upp.

Því er best að taka málið úr höndum ríkisstjórnarinnar til að tryggja að sátt og traust ríki um málið og vinnuferilinn.


mbl.is Icesave á hendi Össurar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband