Ekki hlusta, ekki sjá en blaðra heil ósköp.

Það þarf ekki að undra að ríkisstjórnin haldi sínu striki.  IceSave málið hefur alla tíð þessarar ríkisstjórnar verið því marki brennt að ekki skuli hlustað, að ríkisstjórnin vilji sjá.  Tvisvar tók almenningur fram fyrir hendurnar á henni og hafnaði ákvörðun hennar.  Nú gengur ríkisstjórnin gegn meirihlutaáliti utanríkismálanefndar.

Er ekki rétt að leitað sé álits þingsins á þessu máli?

Enn einu sinni ryðst þessi ríkisstjórn ófriðar og sundurlyndis fram og hundsar alla þá sem vilja leggja gott til og stuðla að samstöðu.

Við vitum betur, við þurfum ekki á ráðleggingum að halda, gætu verið einkunnarorð þessarar ríkisstjórnar.  En eins og flestir vita er fátt fjær sanni.

Það fer hrollur um hryggsúlur margra Íslendinga þegar þeir hugsa um að þeir Össur Skarphéðinsson og Steingrímur J. Sigfússon leggi á ráðin um varnir Íslands fyrir í þessu máli.  Sjálfsagt verða Svavar Gestsson og Indriði Þorláksson þeim til halds og traust.  Sjálfsagt kynna þeir fyrir Íslendingu "glæsilega niðurstöðu" eftir "hetjulega" baráttu ef þeirra baráttu, þar sem þeir hlífðu sér hvergi.

Sjaldan hefur þörfin fyrir að koma þessari ríkisstjórn frá verið skýrari en nú.


mbl.is Utanríkisráðuneytið í fyrirsvari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Postulíns garðdvergur myndi gera meira gagn í þessu máli. Að minnstakosti myndi einn slíkur ekki opinbera tómarúmið milli eyrnanna, með því að opna þverrifuna.

NN (IP-tala skráð) 20.12.2011 kl. 15:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband