Pólítísk réttarhöld sem standast enga siðferðislega skoðun

Ég viðurkenni það hreint út að ég hef ekki hugmynd um hvort það stenst lög að Alþingi álykti eða skori á saksóknara að draga kæruna á hendur Geir H. Haarde til baka.

En það er enginn vafi á því í mínum huga að siðferðið á bak við ákvörðun Alþingis að kæra Geir einan og ákveða að hann einn standi fyrir dómurum og svari fyrir það sem ekki var gert eða misfórst í aðdraganda bankahrunsins, stenst enga siðferðislega  skoðun.

Það er bent á að það þurfi uppgjör, það þurfi að skera úr um ráðherraábyrgð.  Hvernig er hægt að skera úr um ábyrgð starfandi ráðherra (í fleirtölu) á bankahruni án þess að bankamálaráðherra sé á meðal þeirra stefndu?

Hvernig getur það samkvæmst siðferðisvitund nokkurrar þjóðar að sá bankamálaráðherra sem stóð vaktina í aðdraganda bankahruns sitji á Alþingi, á meðan forsætisráðherra í sömu ríkisstjórn hefur verið kallaður fyrir dóm?

Ég hygg að svarið sé að það samræmist ekki siðferðisvitund nokkurrar þjóðar, en það virðist samræmast siðferðisvitund nokkurra þingmanna Samfylkingarinnar, sem svo greiddu atkvæði þegar ákveðið var hverjir yrðu kallaðir fyrir Landsdóm.

Þeirra siðferðisvitund er á þann veg að ekkert sé athugavert að fyrrum bankamálaráðherra sitji í þingflokki þeirra á meðan fyrrum forsætisráðherra sé kallaður fyrir dóm.  Þingflokkur Samfylkingarinnar gerði bankamálaráðherrann fyrrverandi meira að segja fremstan á meðal jafningja í upphafi þessa kjörtímabils, þegar þingflokkurinn gerði hann að formanni sínum.

Um sekt eða sakleysi síns fyrrum formanns var sömuleiðis enginn siðferðisvafi hjá þeim þingmönnum Samfylkingarinnar sem þótti þó sjálfsagt að senda Geir H. Haarde fyrir Landsdóm.

Ef til vill er best að málið gangi sinn veg úr því sem komið er, stóran hluta þess málatilbúnings sem Alþingi lagði af stað með hefur verið vísað frá.  Í mínum huga er lítill vafi á því að Geir verður dæmdur saklaus af þeim ákærum sem eftir standa.

En það er engin ástæða til að gleyma því að fyrir dyrum standa fyrstu pólístísku réttarhöldin á Íslandi.  Réttarhöld sem eru drifin áfram af pólítískri hefnigirni og undarlegri siðferðislegri afstöðu ýmissa þingmanna.

Nú lofa allir Neyðarlögin og sjá hve vel þau hafa reynst Íslendingum.  Þeim er jafnvel lof sungið af þeim sem greiddu atkvæði með því að senda Geir fyrir Landsdóm "með sorg í hjarta".  En þingflokkur Vinstri grænna greiddi þeim ekki atkvæði sitt.  Vinstri grænir vildu ekki bera ábyrgð á þeim.

Ef til vill hefði farið best á því að allir ráðherrar í ríkistjórn þeirri sem sat í aðdraganda hrunsins hefðu verið sendir fram fyrir Landsdóm og úr hefði verið skorið hvernig verkakskipting hefði verið og hver hefði haft hvað á sinni könnu og hvaða upplýsingar þeir hefðu komið með á ríkisstjórnarborðið, eða haldið eftir.  En þá hefði líklega vandast málið, því tveir af þeim sitja í núverandi ríkisstjórn, báðir í umboði Samfylkingarinnar.

Hér má sjá hvernig atkvæði féllu á Alþingi þegar greidd voru atkvæði um hverjir ættu að standa frammi fyri Landsdómi.  Ég hvet alla til að muna hvernig atkvæðagreiðslunni var háttað og leggja nöfn þeirra þingmanna á minnið sem lögðu meiri áherslu á flokkspólítík en réttlæti með atkvæðum sínum.

P.S.  Að draga Geir H. Haarde einan fyrir Landsdóm má líklega líkja því saman að ef Landsdómur yrði kallaður saman vegna þess hvernig núverandi ríkisstjórn hefur haldið á IceSave málinu, þá væri aðeins Jóhanna Sigurðardóttir kölluð fyrir dóminn.  Hún er jú forsætisráðherra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Eg þessi formrmaður sjálfstæðisflokksins verður ekki ákærður getur þú og allir hinir lagt niður það sem er kallað réttarríki !!!!

Glæpamaður verður alltaf glæpamaður , sama hvaða búning þú setur hann í !

Þetta snýst ekkert lengur um réttlæti, núna ætla klíkurnar  ( rótarí, oddfellow, frímúrar og allir ,,hinir", að sameinast um gjörning !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

JR (IP-tala skráð) 17.12.2011 kl. 01:52

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Við athugasemdina hér að ofan (sem ég næ í raun engum botni í) er í raun engu við hægt að bæta, nema ef væri skál.  Það er jú föstudagur.

G. Tómas Gunnarsson, 17.12.2011 kl. 02:02

3 identicon

Ólína Þorvarðardóttir,

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir

Þær tvær kusu gegn því að samfylkingarráðherrar yrðu sóttir til saka en með því að bæði Geir og Árni yrðu kærðir.

Að Auki

Skúli Helgason,

Helgi Hjörvar.

Þeir kusu einungis með því að Geir yrði kosinn en ekki Ingibjörgu, Árna og Björgvin.

Vil minna á að hér var bankahrun. Bankagerinn var því miður of stór skattgreiðandi fyrir ríkið til að missa. Eini glæpur Geirs og ríkisstjórnar hans var að þenja ríkisútgjöld of mikið út sem gerði hrunið svona þungt.

Einnig að á 18 ára valdatíma Sjálfstæðisflokks fyrir hrun voru allar skuldir þjóðarbúsins greiddar upp í top.

Tryggvi (IP-tala skráð) 17.12.2011 kl. 12:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband