16.12.2011 | 22:28
Íslenska aðferðin: Við fáum lán í bankanum og kaupum hlutabréf í bankanum, það er ekki hægt að tapa á því?
Hér er að vísu ekki um hefðbundin banka að ræða, en þetta er þó býsna svipað. Íslendingar lenda í fjárhagsvandræðum, fá lán frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum. Íslendingar hafa ekki borgað upp lánin og eiga nokkurn gjaldeyrisvarasjóð, að öllu leyti í skuld. Íslendingar hækka stofnframlag sitt til Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Framlagið er í raun reitt fram með peningum sem Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn lánaði Íslandi.
Það er reyndar ekki að efa að Barroso mun klappa Jóhönnu Sigurðardóttur og Össuri Skarphéðinssyn kumpánlega á öxlina næst þegar hann hittir þau og þakka þeim fyrir framlagið, þó að það sé ekki hátt (á mælikvarða "Sambandsins") sé það nefnilega hugarfarið sem gildir.
Það fer nefnilega fram "lúsaleit" að fjármagni fyrir Alþjóðagjaldeyrissjóðinn til að nota í þeim vandræðum sem euroþjóðirnar eru búnar að koma sér í. Sérstaklega vegna þess að allt bendir til þess að það verði vandræði með að leggja fram þá 200 milljarða euroa sem euroþjóðirnar komu sér saman um að leggja til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins svo hægt yrði að aðstoða euroþjóðirnar.
Það er auðvitað vert að velta þessum áætlunum ríkisstjórnarinnar vandlega fyrir sér, þegar seðlabankastjóri er nýbúinn að gefa þá yfirlýsingur að auka þurfi gjaldeyrisforðann.
En auðvitað sér ríkisstjórnin enga ástæðu til að láta svoleiðis smáatriði þvælast fyrir því að koma "Sambandinu" til aðstoðar. Það má þá alltaf hækka skattana ef það þarf að fá meiri pening.
Hvað skyldi vaxtakostnaður Íslendinga af framlagi sínu til Alþjóða gjaldeyrissjóðsinsv verða hár, áður en náðst hefur að borga upp skuldirnar við Alþjóða gjaldeyrisjóðinn?
9 milljarðar á reikning hjá AGS | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Evrópumál, Utanríkismál/alþjóðamál, Viðskipti og fjármál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.