16.12.2011 | 14:42
Það er víða hætta á lækkun lánshæfismats
Það er ekki bara yfir euroríkjum sem matsfyrirtæki setja upp vandlætingarsvip og setja viðkomandi á gátlista með undirliggjandi hótun um lækkun lánshæfismats.
Í gær var stærsta fylki (eða hérað) Kanada, Ontario sett á gátlista og horfum þess breytt úr stöðugum í neikvæðar. Einkunn Ontario er AA1.
Í sjálfu sér held ég að þetta hafi komið fáum á óvart. Skuldir og rekstrahalli hafa aukist töluvert og Ontario hefur flust úr "have province" yfir í "have not province" flokk hjá Kanadíska alríkinu.
Skuldasöfnun hjá opinberum aðilum víðast hvar í heiminum hefur aukist hröðum skrefum, enda hefur aðgangur að fjármagni verið því sem næst ótakmarkaður og kostnaður lítill. Það eru kjöraðstæður fyrir eyðslugjarna stjórnmálamenn sem lofa upp í ermar hins opinbera.
En það kemur ætíð að skuldadögum, og það er engu líkara en víðast hvar sé stefnan inn í þá miðja.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt 17.12.2011 kl. 01:25 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.