Seðlabankablúsari Frakka

Oftast nær tala seðlabankastjórar varlega.  Torræðir með pókerfés er ímynd þeirra.  Fjölmiðlar og starfsfólk fjármálamarkaða rýna í orð þeirra og reyna að lesa úr þeim dulin skilaboð.

Þeim mun meiri athygli vekur það þegar seðlabankastjórar missa "kúlið" og fara að tala tæpitungulaust.  Ef þeir eru að ráðast á nágrannalöndin er athygli flestra óskipt.

Þannig var það í dag þegar Christian Noyer, seðlabankastjóri Frakklands lét þau orð falla að Frakkland ætti ekki skilið lækkun á lánshæfimati, en það ætti hins vegar Bretland skilið.  Efnahagslífið væri mun verr statt hinum meginn við Ermasundið.

Það er hárétt hjá Noyer, Breskt efnahagslíf er langt í frá í góðri stöðu, en nýtur þó meira trausts á mörkuðum en Frakkland.

Hvers vegna?  Stærsti munurinn liggur í því að Bretar hafa sjálfstæðan seðlabanka og eigin mynt.  Frakkar hafa hins vegar aðeins "leyfar" af seðlabanka og euroið.

Það er að verða augljósara og augljósara að Frakkar munu aldrei fyrirgefa Bretum að hafa valið að standa utan eurosins.  Nú þegar það kemur betur og betur í ljóst að ákvörðun Breta var skynsamleg og varnaðarorð þeirra rétt, verður reiðin æ meiri.

Að hafa haft rétt fyrir sér er nefnilega engin afsökun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband