15.12.2011 | 14:39
Hverflar sem prenta dollara
Það er virkilega fróðlegt að lesa þá fréttaskýringu sem þessi færsla er fest við. Arðsemi virkjana er jú málefni sem skiptir Íslendinga miklu máli og flestir hafa skoðun á. Það er því óhætt að hvetja alla til að gefa sér tíma til að lesa greinina.
Ég held að enginn þurfi að velkjast í vafa um að efanhagslegur ávinningur Íslendinga af virkjunum undanfarin 40 ár eða svo er umtalsverður. Ég hugsa að fáir vildu taka alla stóriðju út úr þjóðarframleiðslunni þessa dagana.
Það má nefna það hér að eigið fé Landsvirkjunar hefur fjórfaldast á undanförnum 10. árum.
En það er að sjálfsögðu af hinu góða ef tekst að fá hærra verð fyrir orkuna og enginn slær hendinni á móti meiri hagnaði.
En það hafa margir velt því fyrir sér hvers vegna til þess að gera nýskipaður forstjóri virtist allt að því tala niður fyrirtækið sem hann stjórnar og tala um að rekstur þess og arðsemi væri svo gott sem óviðundandi.
Ekki ætla ég að fullyrða neitt um þær ástæður, en segi þó að þær fyrstu sem koma upp í huga minn er þjónkun við ríkjandi stjórnvöld, sem réðu hann til starfans og svo hin að það er klókt fyrir nýjan forstjóra að tala um óviðunandi arðsemi, ef hann veit að hún er væntanlega á uppleið hvert ár. Það eru ákveðin klókindi.
Arðsemin mun meiri en vonir stóðu til | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 14:42 | Facebook
Athugasemdir
Einhvern veginn trúi ég betur sérfræðingum Landsvirkjunar en talsmönnum áliðnaðarins þegar meta á arðsemi fyrirtækisins og hinna ýmsu framkvæmda þess.
Ómar Harðarson (IP-tala skráð) 15.12.2011 kl. 15:00
Ef þú hefur lesið fréttaskýringuna sem þessi færsla er hengd við, þá er verið að tala eingöngu við talsmenn áliðnaðins. Langt í frá og ekki verið að dæma ummáli þeirra hér frekar en annarra. Annað sem kemur í raun fram í fréttaskýringunni er að mat sérfræðinga Landsvirkjunar og þeirra sem rætt er við er í raun alls ekki svo frábrugðið hvert öðru. Það er frekar framsetningarmátin og ekki hvað síst hann sem rætt er um.
Það er nefnilega svo að það er hægt að setja sama hlutinn fram á marga mismunandi máta.
G. Tómas Gunnarsson, 15.12.2011 kl. 15:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.