13.12.2011 | 22:59
Euro gröf á BBC
BBC (ég vona að mér sé fyrirgefið að nota skammstöfun um jafn virðulega stofnun) birtir nú á vefsíðu sinni gröf sem spekingar úr hagfræðistétt hafa valið og þykja athygliverð.
Ég er einn af þeim sem þykja "skemmtileg" gröf alltaf áhugaverð og fannst því skyggnurnar hjá BBC verulega athygliverðar.
Set hér inn 2 gröf sem mér þótti athygliverðust og ég held að lýsi að miklu leyti miðpunkti "eurokrísunar". Það er segja hvernig samkeppnisstaða euroríkjanna hefur breyst innbyrðis og eyðilagt samkeppnisgrundvöll sumra þeirra. Gengislæsingin gerir það að verkum að fátt er til ráða nema stórfelldar kauplækkanir, niðurskurður að aðrar aðhaldsaðgerðir. Hættan á því að það skapi stóran "samdráttarsvelg eða hringiðu" er því miður mikil og líklega er við þegar farin að sjá slíkt í Grikklandi.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Evrópumál, Viðskipti og fjármál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.