Tannfall í morgun

Sá stóri atburður gerðist hér í morgun að Jóhanna Sigrún Sóley missti sína fyrstu tönn.  Þau gerast ekki öllu stærri tíðindin á þriðjudagsmorgni.

Tennur eru dýrmætar, ekki síst þær sem dottnar eru út. Tannálfar eru með stöndugri álfum hér í Kanada og er algengt að þeir greiði 5 dollara fyrir fallegar tennur.

Tannfé er undanþegið skatti hér í Kanada.  Ég verð að viðurkenna að ég fylgist ekki nógu vel með skattabreytingum á Íslandi til að fullyrða að svo sé enn þar.

Að eiga svo von á því að jólasveinn og tannálfur komi báðir um sömu nóttina, er svo nokkurn veginn nóg til að ræna hvert barn svefni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Flosi Kristjánsson

OMG! Jóhanna S les maður og veltir fyrir sér hvert þetta muni stefna!

Flosi Kristjánsson, 13.12.2011 kl. 17:16

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Já, ef að ég hefði viljað hafa þetta eitthvað krassandi, hefði fyrirsögnin líklega átt að vera:  Jóhanna farin að missa tennurnar.

Nú eða: Jóhanna sýndi tennurnar í morgun

G. Tómas Gunnarsson, 13.12.2011 kl. 18:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband