12.12.2011 | 15:37
Atvinnuleysi eykst samhliða auknum brottflutningi
Það eru slæmar fregnir fyrir Íslendinga að atvinnuleysi skuli aukast um leið og brottflutningur frá Íslandi hefur ekki verið meiri síðan um og fyrir þarsíðustu aldamót.
Það bendir ekki til þess að landið sé tekið að rísa, þvert á móti. Það undirstrikar enn eina ferðina nauðsyn þess að stjórnvöld reyni að búa í haginn fyrir atvinnusköpun, fyrir fjárfestingu, fyrir hagvöxt.
Sífelldar skattahækkanir, skattabreytingar og hugmyndir að skattahækkunum (sem hafa sem betur fer ekki allar orðið að veruleika) búa ekki til hagkvæmt umhverfi.
Það er mikil hætta á því að atvinnuleysi eigi enn eftir að aukast á nýju ári, og að óbreyttu gildir það sama um brottflutninginn.
Það breyta um gír, það þarf að breyta um hugsunarhátt, líklega þarf að skipta um ríkisstjórn.
Atvinnuleysi eykst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ja, samkvæmt stjórnvöldum er hagvöxtur = minnkun á útflutningi mínus meiri verðbólga.
Já...
Ásgrímur Hartmannsson, 12.12.2011 kl. 21:27
Sæll.
Vandinn er sá að við höfum fólk sem hér stjórnar sem hefur ekki gripsvit á efnahagsmálum og gerir annað en það segir. Steingrímur reyndi t.d. að fara á bak orða sinna varðandi kolefnisskattinn og heldur að hægt sé að bæta stöðu atvinnulífsins með því að auka byrðarnar á því. Jóhanna heldur að nóg sé að tala um að skapa störf svo þau verði til.
Hinn hluti vandans er að m.a.s. stjórnarandstaðan talar ekki um að minnka stærð og umfang hins opinbera en þar liggur vandinn. Segja þarf upp miklum fjölda opinberra starfsmanna og lækka verulega skatta og opinber gjöld, þá mun atvinnulífið fara að rétta úr kútnum. Afnema þarf gjaldeyrishöftin og láta krónuna ná raungengi og við það mun ferðaþjónustan fá vítamínsprautu og geta bætt við sig fólki - sama gildir um útflutningsatvinnuvegina. Fyrirtæki geta ekki notað fé sem fer í skatta og opinber gjöld til að hækka laun eða ráða aðra starfsmenn en þetta augljósa atriði skilja stjórnarliðar ekki.
Sf og Vg er engin alvara varðandi atvinnusköpun, af hverju er búið að blása álver á Bakka af? Af hverju er ekkert að gerast í Helguvík? Ef þessi verkefni væru farin af stað myndi það sjálfsagt þýða tugmilljarðatekjur fyrir ríkissjóð á næstu 5- 7 árum eða svo. Vg er tíðrætt um ferðaþjónustuna en er flokkurinn ekki búinn að auka álögur á ferðaþjónustuna?
Svo má ekki gleyma þætti Gylfa og Vilhjálms en kjarasamningarnir sem þeir kumpánar gerðu í sumar voru svo arfavitlausir að þeir munu leiða til atvinnuleysis og gjaldþrota og er spá margra frá því í sumar að koma nú fram. Þeir bera nokkra ábyrgð ásamt lélegum stjórnvöldum.
Við verðskuldum auðvitað það sem við kjósum yfir okkur!
Helgi (IP-tala skráð) 13.12.2011 kl. 07:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.